Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 22:30 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi. Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36