„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 13:36 Garðar segir á Twitter að söngkonan Skin hafi verið uppáhaldssöngkonan hans í tuttugu ár. Vísir/Getty Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni. Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira