Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:30 Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur skipa Studio allsber og verða með ýmislegt í gangi á HönnunarMars. Hallur Karlsson Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Segið mér aðeins frá verkefnum ykkar á HönnunarMars Á komandi HönnunarMars erum við með nokkur verkefni í gangi - við verðum með sýningar á þremur stöðum; Hönnunarsafni Íslands þar sem hægt verður að skoða og versla bolla úr verkefni sem við köllum ,,Hundrað hlutir sem við heyrðum: í sundi’’ þar sem bollar eru áletraðir með setningum ókunnugra sem við höfum heyrt í sundlaugum borgarinnar. Við erum búnar að vera að setja bolla í sölu þar í nokkrum skömmtum í vor og síðustu 25 bollarnir verða settir í búðina á þriðjudag. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Þar verður líka hægt að skyggnast inn í ferli verkefnisins Bíbí og blabla sem er tiltölulega nýtt rannsóknarverkefni okkar á samskiptum manna og fugla - fyrstu niðurstöður þessa verkefnis verða svo til sýnis í garði Ásmundarsals. Þá verðum við einnig með kaffiboð í samstarfi við Sjöstrand á Íslandi í verslun þeirra niðri á Fiskislóð á föstudaginn. Dagskráin hjá okkur hljóðar svo: Hönnunarsafn Íslands - Uppskeruhátíð þriðjudaginn 3. maí kl. 17:00 Ásmundarsalur - Bíbí og blabla miðvikudaginn 4. maí kl. 19:00 Sjöstrand - Kaffiboð föstudaginn 6. maí kl. 17:00 Hvaðan kemur nafnið Studio Allsber? Nafnið kom til þegar við unnum allar þrjár saman að verkefni eitt sumarið um íslensk ber, verkefni sem við kölluðum Allsber - þá sem nokkurskonar orðaleikur: Alls-ber (allra ber, ber fyrir alla) og svo þótti okkur það bara frekar fyndið og skemmtilegt svo við ákváðum bara að halda því. Hvernig kviknaði hugmyndin að Bíbí og blabla? Hugmyndin að Bíbí og blabla kviknaði í raun út frá einu fuglabaði og af fuglaböðum sem artifaktar. Hvernig þeir þjóna í raun tvennum tilgangi - þ.e. fagurfræðilega fyrir manninn og svo praktískt fyrir fugla. Í framhaldinu fórum við að hugsa um samband manna og fugla, sér í lagi hér á Íslandi þar sem þeir eru stærsti villti dýrahópurinn en samt höfðum við allar þá upplifun að gefa þeim lítinn gaum í daglegu lífi og jafnvel vita lítið um tegundir og hegðun þeirra. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Okkur fannst líka áhugavert að kafa aðeins inní þetta samband sem sumir hafa myndað við fugla til dæmis með því að gefa þeim mat, skjól eða ófrosið vatn til að baða sig í og hvernig þeir svo launa okkur greiðann með fuglasöng á sumrin og með týnslu á skordýrum og lirfum úr garðinum. Verkefnið er tiltölulega nýfarið af stað en við munum sýna fyrstu niðurstöður nú á Hönnunarmars bæði í garði Ásmundarsals og á Hönnunarsafni Íslands, þar sem helst ber að líta prótótýpur af fuglaböðum. Hvernig hefur undirbúningsferlið gengið? Það hefur gengið á ýmsu eins og gera má ráð fyrir enda getur brennsla á keramiki verið ófyrirsjáanleg, en yfir heildina þá hefur gengið ansi vel. Allt tekur sinn tíma og þó að oft gangi brösuglega verður það yfirleitt bara til þess að fá okkur til að hlægja. Work in progress.Vigfús Birgisson Hvaðan sækið þið innblástur í listsköpun ykkar? Úr hversdeginum og umhverfinu í kringum okkur, samtölum milli okkar sem annarra og auðvitað frá öðrum skapandi hönnuðum og listafólki sem eru að gera spennandi hluti. Hvernig kviknaði hugmyndin að kaffiboðinu með Sjöstrand? Má gera ráð fyrir að þið séuð miklar kaffikonur bæði í lífi og list? Við vinnum mest í keramik og gerum gjarnan mikið af hverskyns borðbúnaði, það hefur lengi verið á döfinni að halda viðburð þar sem hægt er að nýta og sýna þennan borðbúnað. Þegar Sjöstrand hafði svo samband varðandi að gera eitthvað sniðugt á komandi Hönnunarmars þótti okkur það borðleggjandi að efna til kaffiboðs - með kaffinu þeirra en bollunum okkar. Þá erum við líka bara miklir aðdáendur kaffiboða yfirhöfuð hvort sem það eru þessi gömlu þar sem bornar voru fram brauðtertur, rjómatertur, pönnukökur og kleinur og uppáhellt kaffi eða þessara nýju þar sem frekar er kannski súrdeigsbrauð, hummus, snúðar og ávextir á borðum ásamt einhverri flóknari uppáhellingu. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Við erum vissulega miklar kaffikonur, kaffið er ansi stór breyta í deginum okkar og byrjum við flesta morgna á litlum fundi yfir kaffi og stundum jafnvel einhverju kruðiríi með, svona eins og góðum kaffiboðum sæmir. Annað sem þið viljið taka fram? Við hlökkum til að sjá sem flesta á HönnunarMars Hátíðinni! Þið eruð öll hjartanlega velkomin að kíkja til okkar hvort sem það er í Ásmundarsal, Hönnunarsafn Íslands eða verslun Sjöstrand. Þið getið fundið okkur á Instagram og á Facebook líka! HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Myndlist Menning HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Það tengja allir við sína sundlaug“ Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. 30. apríl 2022 07:01 „Við erum öll ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman“ Verslunin Apotek Atelier var opnuð í nóvember síðastliðnum á Laugavegi 16 og selur íslenska og vandaða hönnun. Rýmið er rekið af þremur íslenskum fatahönnuðum, Halldóru Sif með Sif Benedicta, Ýr Þrastardóttur með Another Creation og Sævari Markúsi sem hannar undir eigin nafni. 29. apríl 2022 13:30 „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Segið mér aðeins frá verkefnum ykkar á HönnunarMars Á komandi HönnunarMars erum við með nokkur verkefni í gangi - við verðum með sýningar á þremur stöðum; Hönnunarsafni Íslands þar sem hægt verður að skoða og versla bolla úr verkefni sem við köllum ,,Hundrað hlutir sem við heyrðum: í sundi’’ þar sem bollar eru áletraðir með setningum ókunnugra sem við höfum heyrt í sundlaugum borgarinnar. Við erum búnar að vera að setja bolla í sölu þar í nokkrum skömmtum í vor og síðustu 25 bollarnir verða settir í búðina á þriðjudag. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Þar verður líka hægt að skyggnast inn í ferli verkefnisins Bíbí og blabla sem er tiltölulega nýtt rannsóknarverkefni okkar á samskiptum manna og fugla - fyrstu niðurstöður þessa verkefnis verða svo til sýnis í garði Ásmundarsals. Þá verðum við einnig með kaffiboð í samstarfi við Sjöstrand á Íslandi í verslun þeirra niðri á Fiskislóð á föstudaginn. Dagskráin hjá okkur hljóðar svo: Hönnunarsafn Íslands - Uppskeruhátíð þriðjudaginn 3. maí kl. 17:00 Ásmundarsalur - Bíbí og blabla miðvikudaginn 4. maí kl. 19:00 Sjöstrand - Kaffiboð föstudaginn 6. maí kl. 17:00 Hvaðan kemur nafnið Studio Allsber? Nafnið kom til þegar við unnum allar þrjár saman að verkefni eitt sumarið um íslensk ber, verkefni sem við kölluðum Allsber - þá sem nokkurskonar orðaleikur: Alls-ber (allra ber, ber fyrir alla) og svo þótti okkur það bara frekar fyndið og skemmtilegt svo við ákváðum bara að halda því. Hvernig kviknaði hugmyndin að Bíbí og blabla? Hugmyndin að Bíbí og blabla kviknaði í raun út frá einu fuglabaði og af fuglaböðum sem artifaktar. Hvernig þeir þjóna í raun tvennum tilgangi - þ.e. fagurfræðilega fyrir manninn og svo praktískt fyrir fugla. Í framhaldinu fórum við að hugsa um samband manna og fugla, sér í lagi hér á Íslandi þar sem þeir eru stærsti villti dýrahópurinn en samt höfðum við allar þá upplifun að gefa þeim lítinn gaum í daglegu lífi og jafnvel vita lítið um tegundir og hegðun þeirra. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Okkur fannst líka áhugavert að kafa aðeins inní þetta samband sem sumir hafa myndað við fugla til dæmis með því að gefa þeim mat, skjól eða ófrosið vatn til að baða sig í og hvernig þeir svo launa okkur greiðann með fuglasöng á sumrin og með týnslu á skordýrum og lirfum úr garðinum. Verkefnið er tiltölulega nýfarið af stað en við munum sýna fyrstu niðurstöður nú á Hönnunarmars bæði í garði Ásmundarsals og á Hönnunarsafni Íslands, þar sem helst ber að líta prótótýpur af fuglaböðum. Hvernig hefur undirbúningsferlið gengið? Það hefur gengið á ýmsu eins og gera má ráð fyrir enda getur brennsla á keramiki verið ófyrirsjáanleg, en yfir heildina þá hefur gengið ansi vel. Allt tekur sinn tíma og þó að oft gangi brösuglega verður það yfirleitt bara til þess að fá okkur til að hlægja. Work in progress.Vigfús Birgisson Hvaðan sækið þið innblástur í listsköpun ykkar? Úr hversdeginum og umhverfinu í kringum okkur, samtölum milli okkar sem annarra og auðvitað frá öðrum skapandi hönnuðum og listafólki sem eru að gera spennandi hluti. Hvernig kviknaði hugmyndin að kaffiboðinu með Sjöstrand? Má gera ráð fyrir að þið séuð miklar kaffikonur bæði í lífi og list? Við vinnum mest í keramik og gerum gjarnan mikið af hverskyns borðbúnaði, það hefur lengi verið á döfinni að halda viðburð þar sem hægt er að nýta og sýna þennan borðbúnað. Þegar Sjöstrand hafði svo samband varðandi að gera eitthvað sniðugt á komandi Hönnunarmars þótti okkur það borðleggjandi að efna til kaffiboðs - með kaffinu þeirra en bollunum okkar. Þá erum við líka bara miklir aðdáendur kaffiboða yfirhöfuð hvort sem það eru þessi gömlu þar sem bornar voru fram brauðtertur, rjómatertur, pönnukökur og kleinur og uppáhellt kaffi eða þessara nýju þar sem frekar er kannski súrdeigsbrauð, hummus, snúðar og ávextir á borðum ásamt einhverri flóknari uppáhellingu. View this post on Instagram A post shared by studio allsber (@studioallsber) Við erum vissulega miklar kaffikonur, kaffið er ansi stór breyta í deginum okkar og byrjum við flesta morgna á litlum fundi yfir kaffi og stundum jafnvel einhverju kruðiríi með, svona eins og góðum kaffiboðum sæmir. Annað sem þið viljið taka fram? Við hlökkum til að sjá sem flesta á HönnunarMars Hátíðinni! Þið eruð öll hjartanlega velkomin að kíkja til okkar hvort sem það er í Ásmundarsal, Hönnunarsafn Íslands eða verslun Sjöstrand. Þið getið fundið okkur á Instagram og á Facebook líka! HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Myndlist Menning HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Það tengja allir við sína sundlaug“ Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. 30. apríl 2022 07:01 „Við erum öll ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman“ Verslunin Apotek Atelier var opnuð í nóvember síðastliðnum á Laugavegi 16 og selur íslenska og vandaða hönnun. Rýmið er rekið af þremur íslenskum fatahönnuðum, Halldóru Sif með Sif Benedicta, Ýr Þrastardóttur með Another Creation og Sævari Markúsi sem hannar undir eigin nafni. 29. apríl 2022 13:30 „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það tengja allir við sína sundlaug“ Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. 30. apríl 2022 07:01
„Við erum öll ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman“ Verslunin Apotek Atelier var opnuð í nóvember síðastliðnum á Laugavegi 16 og selur íslenska og vandaða hönnun. Rýmið er rekið af þremur íslenskum fatahönnuðum, Halldóru Sif með Sif Benedicta, Ýr Þrastardóttur með Another Creation og Sævari Markúsi sem hannar undir eigin nafni. 29. apríl 2022 13:30
„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30