Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2022 21:02 Svanhildur (t.v.) og Eva Íris eru mjög spenntar fyrir helginni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend
Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira