„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 14:01 Sigursteinn Arndal skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við FH. vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum. Olís-deild karla FH Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum.
Olís-deild karla FH Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn