Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi verulega fundið fyrir því að undanförnu að uppsöfnuð þörf er á vegabréfum.
Á þessu ári hafa hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 9.400 manns sótt um vegabréf. Á sama tímabili í fyrra voru það 1270. Það er um 738% aukning.
Þessa dagana getur biðin eftir vegabréfi verið lengri en hálftími, ekki síst þegar fólk mætir rétt í kringum opnun eða rétt í kringum lokun.
„Í dag ráðleggjum við fólki að koma helst á milli 11 og 11.30, við opnum 8.20 og lokum 15, nema á föstudögum klukkan 14. Það er best að koma á hádegi en ekki endilega við opnun. Síðan erum við að skoða tæknilausnir.
Við hjá embættinu hér á höfuðborgarsvæðinu erum að skoða núna að geta boðið upp á tímapantanir fyrir viðskiptavini, þá ættu viðskiptavinir að dreifast betur yfir daginn og biðtíminn að styttast,“ segir Sigríður.
Að lokum kemur röðin að manni - og svo líða fimm dagar. Ef maður mætir á mánudegi, fær maður passa á föstudegi.