Frumsýning - Manic State með glænýtt lag og myndband! Steinar Fjeldsted skrifar 27. apríl 2022 14:55 Haraldur Már og Friðrik Thorlacius skipa dúóið Manic State og eru þeir heldur betur að þruma sér inn í sviðsljósið en í dag gefa drengirnir út nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Heltekinn og er það Æsir sem ljáir laginu rödd sína. Lagið er upprunalega samið sem dans slagari án söngs en síðar var saminn texti á ensku og varð lagið að nýju verkefni í smá tíma sem var kallað Shade eða skuggi og er samið á erfiðum tíma í lífi þeirra Manic State drengja. „Textinn fjallar um skuggahlið lífsins sem flestir upplifa á sinni lífsleið en nær samt að koma sér upp úr því á endanum” – segir Friðrik Thorlacius. Fyrir áramót var auglýst eftir lögum í undankeppni Eurovision settu þeir meira Fútt í lagið og var textanum snarað yfir á íslensku og voru allir sammála um að útkoman væri alveg geggjuð. Eins og áður hefur komið fram er myndbandið einkar glæsilegt en Það var ákveðið að gera þetta eins einfalt og hægt væri. „Við skelltum bara upp svörtu efni sem við strekktum á vegginn í stofunni heima. Vorum með gamla Canon cameru sem við skelltum ofan á eldhússtól og ofan á skrifborð því að við áttum ekki þrífót, þannig að við bara redduðum okkur! Keyptum led ljós og spennir í IKEA sem að við settum síðan bleika litafilmu í og límdum hana á lampa til að fá skugga lýsinguna flottu og toppuðum þetta með gömlu stróp blikkljós sem að við létum blikka á skuggann sem að lét ramman flökta skemmtilega. Þannig að í raun varð útkoman betri en hugmyndin” – Friðrik Thorlacius. Fylgstu með Manic State á: Facebook / Instagram Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið
Lagið er upprunalega samið sem dans slagari án söngs en síðar var saminn texti á ensku og varð lagið að nýju verkefni í smá tíma sem var kallað Shade eða skuggi og er samið á erfiðum tíma í lífi þeirra Manic State drengja. „Textinn fjallar um skuggahlið lífsins sem flestir upplifa á sinni lífsleið en nær samt að koma sér upp úr því á endanum” – segir Friðrik Thorlacius. Fyrir áramót var auglýst eftir lögum í undankeppni Eurovision settu þeir meira Fútt í lagið og var textanum snarað yfir á íslensku og voru allir sammála um að útkoman væri alveg geggjuð. Eins og áður hefur komið fram er myndbandið einkar glæsilegt en Það var ákveðið að gera þetta eins einfalt og hægt væri. „Við skelltum bara upp svörtu efni sem við strekktum á vegginn í stofunni heima. Vorum með gamla Canon cameru sem við skelltum ofan á eldhússtól og ofan á skrifborð því að við áttum ekki þrífót, þannig að við bara redduðum okkur! Keyptum led ljós og spennir í IKEA sem að við settum síðan bleika litafilmu í og límdum hana á lampa til að fá skugga lýsinguna flottu og toppuðum þetta með gömlu stróp blikkljós sem að við létum blikka á skuggann sem að lét ramman flökta skemmtilega. Þannig að í raun varð útkoman betri en hugmyndin” – Friðrik Thorlacius. Fylgstu með Manic State á: Facebook / Instagram
Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið