Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 11:34 Hafsjór nýrra nafna var samþykktur. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði dagana 25. og 26. apríl en úrskurðirnir hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Engum umsóknum var hafnað af mannanafnanefnd í þetta skiptið en af úrskurðunum nýbirtu voru tvö mál til endurupptöku. Það voru nöfnin Theadór og Baltazar sem höfðu áður verið tekin fyrir af nefndinni en þá verið hafnað. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar um nafnið Baltazar að því hafi verið hafnað en mannanafnanefnd hafi af eigin frumkvæði ákveðið að taka málið upp aftur. Umsókn um eiginnafnið Baltazar hafi áður verið hafnað á þeirri forsendu að bókstafurinn z væri ekki hluti af íslensku stafrófi. Síðan þá hafi verið gerðar breytingar á vinnulagsreglum nefndarinnar er varða mat á því hvort ritháttur nafna teljist hafa áunnið sér hefð þannig að heimilt er að rita ný tökunöfn með bókstöfunum c, q, w og z. Umsókn um eiginnafnið Theadór var hafnað 21. september 2020 og var þá niðurstaða nefndarinnar að nafnið fullyrti ekki skilyrði um að ritháttur nýs eiginnafns skuli vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks ritmáls. Í endurupptökubeiðninni var bent á að mannanafnanefnd hafi 1. júlí 2021 samþykkt breytingar á vinnulagsreglum nfndarinnar og þar sem umræddar breytingar hafi þýðinug í málinu féllst nefndin á að taka málið upp á ný. Þar að auki sé eiginnafnið Theador af erlendum uppruna og sé afbrigði nafnsins Theodore. Rithátturinn tíðkist meðal annars í Grikklandi og enskumælandi löndum og uppfylli nafnið Theadór því skilyrði nýrra vinnulagsreglna. Mannanöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði dagana 25. og 26. apríl en úrskurðirnir hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Engum umsóknum var hafnað af mannanafnanefnd í þetta skiptið en af úrskurðunum nýbirtu voru tvö mál til endurupptöku. Það voru nöfnin Theadór og Baltazar sem höfðu áður verið tekin fyrir af nefndinni en þá verið hafnað. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar um nafnið Baltazar að því hafi verið hafnað en mannanafnanefnd hafi af eigin frumkvæði ákveðið að taka málið upp aftur. Umsókn um eiginnafnið Baltazar hafi áður verið hafnað á þeirri forsendu að bókstafurinn z væri ekki hluti af íslensku stafrófi. Síðan þá hafi verið gerðar breytingar á vinnulagsreglum nefndarinnar er varða mat á því hvort ritháttur nafna teljist hafa áunnið sér hefð þannig að heimilt er að rita ný tökunöfn með bókstöfunum c, q, w og z. Umsókn um eiginnafnið Theadór var hafnað 21. september 2020 og var þá niðurstaða nefndarinnar að nafnið fullyrti ekki skilyrði um að ritháttur nýs eiginnafns skuli vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks ritmáls. Í endurupptökubeiðninni var bent á að mannanafnanefnd hafi 1. júlí 2021 samþykkt breytingar á vinnulagsreglum nfndarinnar og þar sem umræddar breytingar hafi þýðinug í málinu féllst nefndin á að taka málið upp á ný. Þar að auki sé eiginnafnið Theador af erlendum uppruna og sé afbrigði nafnsins Theodore. Rithátturinn tíðkist meðal annars í Grikklandi og enskumælandi löndum og uppfylli nafnið Theadór því skilyrði nýrra vinnulagsreglna.
Mannanöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira