Skólasetning Jarðhitaskólans: 23 nemendur hefja nám Heimsljós 27. apríl 2022 10:28 Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans ávarpar nýnema. Jarðhitaskólinn var settur í gær í 43. sinn en hann er elstur fjögurra skóla sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Næstu sex mánuðina verða í skólanum sérfræðingar frá tólf þjóðríkjum, alls 23 nemendur. Jarðhitaskólinn er í fyrsta sinn hýstur af Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, og námið fer fram í nýjum húsakynnum í Kópavogi. Guðni Axelsson, forstöðumaður skólans, bauð nemendur velkomna við skólasetninguna í gær en auk hans ávörpuðu nemendur þau Bjarni Gautason sviðsstjóri ÍSOR og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ. Nemendur skólans í ár koma frá Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Filippseyjum, Gvatemala, Indlandi, Indónesíu, Kenía, Kólumbíu, Montserrat, Níkaragva, Perú og Tansaníu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jarðhiti Orkumál Þróunarsamvinna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent
Jarðhitaskólinn er í fyrsta sinn hýstur af Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, og námið fer fram í nýjum húsakynnum í Kópavogi. Guðni Axelsson, forstöðumaður skólans, bauð nemendur velkomna við skólasetninguna í gær en auk hans ávörpuðu nemendur þau Bjarni Gautason sviðsstjóri ÍSOR og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ. Nemendur skólans í ár koma frá Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Filippseyjum, Gvatemala, Indlandi, Indónesíu, Kenía, Kólumbíu, Montserrat, Níkaragva, Perú og Tansaníu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jarðhiti Orkumál Þróunarsamvinna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent