„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 21:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. „Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“ Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
„Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“
Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25