Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 18:39 Renata Sara Arnórsdóttir og Logn eru í samtökunum Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem þau segja stunda kynlífsvinnu. vísir/Vilhelm Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið. Kompás Vændi Klám Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið.
Kompás Vændi Klám Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent