Ísland tvöfaldar framlög til hnattræna jafnréttissjóðsins Heimsljós 25. apríl 2022 12:41 Árlegt framlag Íslands til hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund, GEF) verður tvöfaldað með nýjum samningi sem utanríkisráðherra undirritaði á föstudag. Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks um allan heim. Ísland hefur styrkt hnattræna jafnréttissjóðinn frá árinu 2020 og árleg framlög hafa verið hundrað þúsund Bandaríkjadalir. Nýi samningurinn gerir hins vegar ráð fyrir 200 þúsund dala framlagi til ársins 2025 eða því sem nemur um 26 milljónum króna. Ísland hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks á vettvangi alþjóðastofnana, sérstaklega á þeim vettvangi þar sem Ísland hefur átt sæti, til dæmis í framkvæmdastjórn UNESCO og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þá styður Ísland einnig við átaksverkefnið „UN Free and Equal“ sem rekið er innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Undirritunin fór fram á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Uzra Zeya, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem ber ábyrgð á málefnum mannréttinda og lýðræðis, og Jessicu Stern, sérlegs ráðgjafa Bandaríkjaforseta í málefnum hinsegin fólks. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jafnréttismál Hinsegin Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Ísland hefur styrkt hnattræna jafnréttissjóðinn frá árinu 2020 og árleg framlög hafa verið hundrað þúsund Bandaríkjadalir. Nýi samningurinn gerir hins vegar ráð fyrir 200 þúsund dala framlagi til ársins 2025 eða því sem nemur um 26 milljónum króna. Ísland hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks á vettvangi alþjóðastofnana, sérstaklega á þeim vettvangi þar sem Ísland hefur átt sæti, til dæmis í framkvæmdastjórn UNESCO og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þá styður Ísland einnig við átaksverkefnið „UN Free and Equal“ sem rekið er innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Undirritunin fór fram á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Uzra Zeya, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem ber ábyrgð á málefnum mannréttinda og lýðræðis, og Jessicu Stern, sérlegs ráðgjafa Bandaríkjaforseta í málefnum hinsegin fólks. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jafnréttismál Hinsegin Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent