Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2022 20:59 Kristrún segir Bjarna taka heiður fyrir sjálfsagða hluti. Vísir Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún. Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún.
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30
„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30