Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 

Þá verðum við með ítarlega fréttaskýringu um Íslandsbankasöluna, sem rekja má allt til efnahagshrunsins 2008. 

Við segjum einnig frá stöðunni í Úkraínu stöðuna á Úkraínu og sýnum frá stálveri í Maríupól, þar sem konur og börn virðast hafa hafst við í margar vikur við bágar aðstæður, sum allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar.

Þá fjöllum við um stöðuna á þjóðarleikvangsmálinu og ræðum við ráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur. Ráðherrum líst best á að leikvangurinn rísi í Reykjavík en að horfa þurfi annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Loks hittum við Reykvíking ársins sem náði merkilegum áfanga í miðbænum í dag og verðum jafnframt í beinni útsendingu frá svæðinu, þar sem margt er um manninn í þessari mestu veðurblíðu sem leikið hefur við höfuðborgarbúa það sem af er ári. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×