Aguero, Drogba og Scholes á meðal sex nýrra leikmanna sem vígðir eru í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 23. apríl 2022 11:46 Tilkynnt var í síðasta mánuði að Patrick Vieira og Wayne Rooney yrðu vígðir inn í frægðarhöllina og tóku þeir við verðlaunum sínum á fimmtudaginn ásamt Vincent Kompany og Ian Wright. Frá vinstri, Kompany, Vieira, Wright og Rooney ásamt Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images Sergio Aguero, Didier Drogba, Paul Scholes, Ian Wright, Peter Schmeichel og Vincent Kompany voru allir vígðir inn í frægðarhöll (e. hall of fame) ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn fimmtudag. Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira