Tekið á móti allt að 140 úkraínskum flóttamönnum úr viðkvæmum hópum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:27 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra fól flóttamannanefnd í síðasta mánuði að útfæra tillögur að móttöku flóttafólks í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Tekið verður á móti allt að 140 manns úr þeim hópum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar er rakið að seint í síðasta mánuði hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Samkvæmt tilkynningunni verða fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda, að tillögu flóttamannanefndar, eftirfarandi: „Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“ Þá segir í tilkynningunni að rúmlega 820 manns frá Úkraínu hafi sótt um vernd hér á landi og viðbúið sé að umsóknum muni fjölga á næstunni. Með ákvörðun sinni í dag muni ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti flóttafólki úr viðkvæmum hópum. Heildarfjöldi þeirra muni nema um 120 til 140 manns. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar er rakið að seint í síðasta mánuði hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Samkvæmt tilkynningunni verða fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda, að tillögu flóttamannanefndar, eftirfarandi: „Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“ Þá segir í tilkynningunni að rúmlega 820 manns frá Úkraínu hafi sótt um vernd hér á landi og viðbúið sé að umsóknum muni fjölga á næstunni. Með ákvörðun sinni í dag muni ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti flóttafólki úr viðkvæmum hópum. Heildarfjöldi þeirra muni nema um 120 til 140 manns.
„Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira