Dæmdir fyrir að slá fimmtán ára dreng með hamri og felgulykli Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2022 16:00 Húsnæði Héraðsdóms Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Jóhann K. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo unga menn hvor um sig í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gegn fimmtán ára dreng. Notuðust þeir við hamar og felgulykil við gerð árásarinnar. Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira