„Gjammaði í eyrað“ á Tyson sem fékk nóg og lét hnefana tala Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 10:47 Mike Tyson er af mörgum talinn einn besti boxari allra tíma. Stephen Flood/The Express-Times via AP Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu. Box Hollywood Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu.
Box Hollywood Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira