Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan 18:30.

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Innflutningur á fíkniefnum í gegnum Keflavíkurflugvöll virðist hafa stóraukist á milli ára og meira hefur verið tekið af oxíkontín nú en á öllu árinu í fyrra.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar sé yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá fylgjumst við með leitinni að fanganum sem slapp úr haldi lögreglu í gær, ræðum við trúnaðarmann innan Eflingar sem segir hópuppsagnir félagsins setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður.

Þá verðum við í beinni frá nýju hóteli í miðbænum og hittum ungan meðlim karlakórs – sem er heilum sex áratugum yngri en sá elsti félaginn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×