Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2022 15:01 Nadia Nadim er einum leik frá því að spila 100 A-landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Andrea Staccioli Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið. Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira