Ferðamenn streyma til landsins á ný Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 23:10 Fréttastofa ræddi við ferðamenn frá Bretlandi, Þýskalandi og Kanaríeyjum í dag. Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55