Við sögðum nýlega frá Katrínu Jakobsdóttur, sem býr í Lindarhverfinu í Kópavogi og starfar, sem sölumaður lyfja. Hún sagði að það gæti oft verið erfitt að vera alnafna forsætisráðherra, enda fengi hún oft boðsbréf í hinar ýmsu samkomur og fundi, en hún hefði bara gaman af þessu misskilningi, sem oft er uppi.
En hvað finnst Katrínu forsætisráðherra að eiga alnöfnu?
„Við höfum nú hist og það er bara einstaklega skemmtilegt að eiga þessa nöfnu. Einhvern tímann fékk ég nú veskið hennar sent frá Svíþjóð í ábyrgðarpósti þar sem því hafði verið stolið. Þannig að okkar leiðir skarast og munu væntanlega halda áfram að skarast í framtíðinni, en ég held að við séu bara báðar ágætar, þannig að það er allt í lagi,“ segir Katrín.

Katrín ekki forsætisráðherra segist oft fá alls konar tilkynningar um viðburði, sem hún er boðin velkomin á. Hvað finnst forsætisráðherra um það?
„Já, já, og einhvern tímann skilst mér að hún hafi mætt á einhverja slíka viðburði og ég vona bara að hún njóti vel þegar það gerist,“ segir Katrin hlæjandi
En er ekki gott að hafa svona varamann á kantinum?
„Jú, jú, hann gæti kannski bara mætt á ríkisstjórnarfund fyrir mig við tækifæri einhvern tímann,“ segir forsætisráðherra.