Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 08:14 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“ MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14