Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 08:14 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“ MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14