Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:52 Enn sem komið er sést engin eldvirkni á yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira