Aukinn arður í þágu þjóðar Rafnar Lárusson skrifar 14. apríl 2022 10:00 Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun