Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. apríl 2022 22:56 Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir og verk þeirra. Vísir/arnar Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. Verkið sem er frá árinu 1939 ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir hafa komið styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja nú um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. „Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurðar um hvort deila megi um það hvort um rasískt verk sé að ræða segja þær báðar að titillinn einn og sér gefi til kynna að verkið byggist á kynþáttafordómum. „Það er ekki hægt að líta fram hjá því, enda er það líka árið 1939 sem verkið er sett upp og við vitum á hvaða tímapunkti það er og við vitum á hvaða stefnu Ísland tók á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum,“ segir Bryndís. Skilti sem bætt hefur verið við verkið.Vísir/Arnar Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri í Nýlistasafninu, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að styttan hafi birst fyrir utan safnið á laugardag. Hún bætti við að styttunni hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Þá hefur Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fagnað því að styttan hafi komist í leitirnar og boðað að til standi að sækja hana. Afsteypa af styttunni í Vatíkaninu Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Verkið sem er frá árinu 1939 ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir hafa komið styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja nú um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. „Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurðar um hvort deila megi um það hvort um rasískt verk sé að ræða segja þær báðar að titillinn einn og sér gefi til kynna að verkið byggist á kynþáttafordómum. „Það er ekki hægt að líta fram hjá því, enda er það líka árið 1939 sem verkið er sett upp og við vitum á hvaða tímapunkti það er og við vitum á hvaða stefnu Ísland tók á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum,“ segir Bryndís. Skilti sem bætt hefur verið við verkið.Vísir/Arnar Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri í Nýlistasafninu, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að styttan hafi birst fyrir utan safnið á laugardag. Hún bætti við að styttunni hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Þá hefur Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fagnað því að styttan hafi komist í leitirnar og boðað að til standi að sækja hana. Afsteypa af styttunni í Vatíkaninu Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku.
Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45