Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir gegna lykilhlutverki í Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. Greint var frá því á dögunum að áhyggjur væri uppi um hinar nýju hæfisreglur sem settar voru í nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Í kosningalögunum, 18. grein þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... maki hans, fyrrverandi maki sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða einstaklingur skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar er á framboðslista. Hér má sjá mynd sem sýnir möguleg vensl kjörstjórnarmanns við frambjóðanda sem gerir hann óhæfan. Stjórnarráðið Sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí næstkomandi eru fyrstu kosningarnar þar sem kosið er eftir nýjum kosningalögum. „Nei, ég er vanhæf“ Kjörstjórnir landsins hafa unnið hörðum höndum að því að staðfesta þá lista sem munu bjóða sig fram, en frestur til að skila inn framboði rann út á föstudaginn. Samhliða þeirri vinnu kom í ljós að margir kjörstjórnarmenn, hvort sem er í yfirkjörstjórn eða undirkjörstjórn teljast vanhæfir samkvæmt hinum nýju viðmiðum. Þykkvibær í Rangárþingi ytra.Vísir/VIlhelm. Þannig var greint frá því í fréttum RÚV um helgina að allir aðalmenn í yfirkjörstjórn Akraness þyrftu að víkja vegna hinnar nýju reglna. Sama eða svipuð staða er komin upp í sveitarfélögum víða um land. „Nei, ég er vanhæf,“ segir Helga Hjaltadóttir, þegar blaðamaður hringir í hana og spyr hvort hún væri formaður kjörstjórnar Rangárþings ytra. Hún er ein af þeim sem víkja þurfti sæti vegna hinna nýju reglna. „Það kom í ljós á föstudaginn þegar listum er skilað inn. Þá var ég vanhæf, því miður,“ segir hún. Helga er, eða var, reynslumikill formaður, en nú þurfa nýir nefndarmenn að taka við keflinu. „Ég er búinn að vera svolítið lengi. Við vorum tvö sem þurftu að fara. Vana fólkið þurfti að fara,“ segir Helga. Málið er leyst þannig að varamenn í kjörstjórn fylla sætin tvö sem losnuðu nú, og svo þarf sveitarstjórn að skipa nýja varamenn. Helga segir að það verði áskorun fyrir nýja kjörstjórnarmeðlimi að taka við keflinu, ekki síst í ljósi þess að nú er í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum. Sveitarstjórnarkosningarnar verða haldnar þann 14. maí næstkomandi.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítil áskorun núna að fara yfir ný lög. Þetta er mjög óheppilegt að þetta nýja ákvæði skuli skella svona á okkur akkúrat þegar við erum að fara að vinna eftir nýjum lögum. Þá er það óvana fólkið en þetta er hæft og duglegt fólk og notar bara tímann fram að kosningum til að læra,“ segir Helga. Vanir starfsmenn þurfa að víkja Á Akureyri þurfa meðlimir yfirkjörstjórnar ekki að víkja vegna ættartengsla við frambjóðendur. Þar er hins vegar annað vandamál komið á daginn. „Við sleppum öll sex. Við erum öll hæf,“ segir Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri og á þar við aðal- og varamenn í kjörstjórninni þar. Málin vandast hins þegar kemur að þeim sem manna svokallaða undirkjörstjórn, þau sem eru kvödd til atkvæðatalningar og vinnu á kjörstað. Frá Akureyri,Vísir/Vilhelm „Við erum með langan starfsmannalista af þaulreyndu fólki sem er búið að vinna fyrir okkur í kosningum til margra ára en það eru rosalega margir af þeim lista sem mega ekki vinna í ár,“ segir Helga. Segir hún að stefnt sé að manna kjördeildir fyrir 28. apríl næstkomandi. Bréf hefur verið sent á þá sem eru á listanum með hinni svokallaðri vanhæfisteikningu þar sem viðkomandi eru beðnir um að skoða framboðslistana til að meta eigið vanhæfi eftir hinum nýju reglum. „Ef að við náum ekki að manna deildirnar þá þurfum við hreinlega að fara að ganga á mann og annan. Við þurfum 36 manneskjur til að vinna inn í kjördeildum,“ segir Helga sem segir vont að missa reynslumikið fólk. „Það er bara alveg skelfilegt, þegar við sáum þessar nýju reglur þá supum við hveljur,“ segir Helga. Vont að missa vant fólk Í Reykjanesbæ er það sama upp á teningnum. Þar er yfirkjörstjórn hæf, en þar sjá menn á eftir vönum starfsmönnum undirkjörstjórnar. „Það er vant fólk sem við erum að missa úr undirkjörstjórnum sem er mjög vont,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. „Þetta er frekar óheppilegt. Þetta er komið rosalega langt aftur,“ segir hún enn fremur og vísar meðal annars til þess að kjörstjórnarmaður er vanhæfur ef maki barnabarns maka eða börn systkina maka er í framboði. „Við náum auðvitað alveg að manna þetta en við erum að missa vant fólk í þessum kosningum,“ segir hún. Alþingiskosningar 2021 Akureyri Reykjanesbær Akranes Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að áhyggjur væri uppi um hinar nýju hæfisreglur sem settar voru í nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Í kosningalögunum, 18. grein þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... maki hans, fyrrverandi maki sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða einstaklingur skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar er á framboðslista. Hér má sjá mynd sem sýnir möguleg vensl kjörstjórnarmanns við frambjóðanda sem gerir hann óhæfan. Stjórnarráðið Sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí næstkomandi eru fyrstu kosningarnar þar sem kosið er eftir nýjum kosningalögum. „Nei, ég er vanhæf“ Kjörstjórnir landsins hafa unnið hörðum höndum að því að staðfesta þá lista sem munu bjóða sig fram, en frestur til að skila inn framboði rann út á föstudaginn. Samhliða þeirri vinnu kom í ljós að margir kjörstjórnarmenn, hvort sem er í yfirkjörstjórn eða undirkjörstjórn teljast vanhæfir samkvæmt hinum nýju viðmiðum. Þykkvibær í Rangárþingi ytra.Vísir/VIlhelm. Þannig var greint frá því í fréttum RÚV um helgina að allir aðalmenn í yfirkjörstjórn Akraness þyrftu að víkja vegna hinnar nýju reglna. Sama eða svipuð staða er komin upp í sveitarfélögum víða um land. „Nei, ég er vanhæf,“ segir Helga Hjaltadóttir, þegar blaðamaður hringir í hana og spyr hvort hún væri formaður kjörstjórnar Rangárþings ytra. Hún er ein af þeim sem víkja þurfti sæti vegna hinna nýju reglna. „Það kom í ljós á föstudaginn þegar listum er skilað inn. Þá var ég vanhæf, því miður,“ segir hún. Helga er, eða var, reynslumikill formaður, en nú þurfa nýir nefndarmenn að taka við keflinu. „Ég er búinn að vera svolítið lengi. Við vorum tvö sem þurftu að fara. Vana fólkið þurfti að fara,“ segir Helga. Málið er leyst þannig að varamenn í kjörstjórn fylla sætin tvö sem losnuðu nú, og svo þarf sveitarstjórn að skipa nýja varamenn. Helga segir að það verði áskorun fyrir nýja kjörstjórnarmeðlimi að taka við keflinu, ekki síst í ljósi þess að nú er í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum. Sveitarstjórnarkosningarnar verða haldnar þann 14. maí næstkomandi.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítil áskorun núna að fara yfir ný lög. Þetta er mjög óheppilegt að þetta nýja ákvæði skuli skella svona á okkur akkúrat þegar við erum að fara að vinna eftir nýjum lögum. Þá er það óvana fólkið en þetta er hæft og duglegt fólk og notar bara tímann fram að kosningum til að læra,“ segir Helga. Vanir starfsmenn þurfa að víkja Á Akureyri þurfa meðlimir yfirkjörstjórnar ekki að víkja vegna ættartengsla við frambjóðendur. Þar er hins vegar annað vandamál komið á daginn. „Við sleppum öll sex. Við erum öll hæf,“ segir Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri og á þar við aðal- og varamenn í kjörstjórninni þar. Málin vandast hins þegar kemur að þeim sem manna svokallaða undirkjörstjórn, þau sem eru kvödd til atkvæðatalningar og vinnu á kjörstað. Frá Akureyri,Vísir/Vilhelm „Við erum með langan starfsmannalista af þaulreyndu fólki sem er búið að vinna fyrir okkur í kosningum til margra ára en það eru rosalega margir af þeim lista sem mega ekki vinna í ár,“ segir Helga. Segir hún að stefnt sé að manna kjördeildir fyrir 28. apríl næstkomandi. Bréf hefur verið sent á þá sem eru á listanum með hinni svokallaðri vanhæfisteikningu þar sem viðkomandi eru beðnir um að skoða framboðslistana til að meta eigið vanhæfi eftir hinum nýju reglum. „Ef að við náum ekki að manna deildirnar þá þurfum við hreinlega að fara að ganga á mann og annan. Við þurfum 36 manneskjur til að vinna inn í kjördeildum,“ segir Helga sem segir vont að missa reynslumikið fólk. „Það er bara alveg skelfilegt, þegar við sáum þessar nýju reglur þá supum við hveljur,“ segir Helga. Vont að missa vant fólk Í Reykjanesbæ er það sama upp á teningnum. Þar er yfirkjörstjórn hæf, en þar sjá menn á eftir vönum starfsmönnum undirkjörstjórnar. „Það er vant fólk sem við erum að missa úr undirkjörstjórnum sem er mjög vont,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. „Þetta er frekar óheppilegt. Þetta er komið rosalega langt aftur,“ segir hún enn fremur og vísar meðal annars til þess að kjörstjórnarmaður er vanhæfur ef maki barnabarns maka eða börn systkina maka er í framboði. „Við náum auðvitað alveg að manna þetta en við erum að missa vant fólk í þessum kosningum,“ segir hún.
Alþingiskosningar 2021 Akureyri Reykjanesbær Akranes Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59