Minnivallalækur tekur við sér Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2022 08:59 60 sm urriði af Stöðvarbreiðu í Minnivallalæk Minnivallalækur er alveg einstakt veiðisvæði en þar má finna ansi stóra urriða sem geta oft verið sýnd veiði en ekki gefin. Ómar Smári Óttarsson var þar við veiðar í gær ásamt félaga sínum og náðu þeir tveimur vænum urriðum á land. Einn 60 sm á Stöðvarbreiðu en sá tók Squirmy en hinn fiskurinn mældist 69 sm og veiddist í Viðarhólma á Pheasant Tail númer 14. Þegar líður á tímabilið fer urriðinn í Minnivallalæk að vera einstaklega var um sig og það þarf að læðast að veiðistöðum og vera svo sem næst ósýnilegur til að fá fiskinn til að taka. Það sem gerist líka þegar líður á er að það þarf að nota litlar flugur, og þá meira ég þær minnstu sem þú átt í boxinu. Flugur í stærðum 18-20# eru oft bestar en samhliða því að vera með litlar flugur þurfa taumarnir að vera grannir. Þetta er eitt af þessum veiðisvæðum þar sem þú finnur yfirleitt töluvert af fiski en þarft að beita öllum þínum brögðum til að fá hann til að taka. Þarna er ekkert mikið sem heitir byrjendaheppni en vanir veiðimenn og þeir sem geta lesið í vatnið. læðst að veiðistað og komið flugunni á réttan stað eins varlega og þeir geta, þessir veiðimenn koma alltaf aftur í Minnivallalæk. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Ómar Smári Óttarsson var þar við veiðar í gær ásamt félaga sínum og náðu þeir tveimur vænum urriðum á land. Einn 60 sm á Stöðvarbreiðu en sá tók Squirmy en hinn fiskurinn mældist 69 sm og veiddist í Viðarhólma á Pheasant Tail númer 14. Þegar líður á tímabilið fer urriðinn í Minnivallalæk að vera einstaklega var um sig og það þarf að læðast að veiðistöðum og vera svo sem næst ósýnilegur til að fá fiskinn til að taka. Það sem gerist líka þegar líður á er að það þarf að nota litlar flugur, og þá meira ég þær minnstu sem þú átt í boxinu. Flugur í stærðum 18-20# eru oft bestar en samhliða því að vera með litlar flugur þurfa taumarnir að vera grannir. Þetta er eitt af þessum veiðisvæðum þar sem þú finnur yfirleitt töluvert af fiski en þarft að beita öllum þínum brögðum til að fá hann til að taka. Þarna er ekkert mikið sem heitir byrjendaheppni en vanir veiðimenn og þeir sem geta lesið í vatnið. læðst að veiðistað og komið flugunni á réttan stað eins varlega og þeir geta, þessir veiðimenn koma alltaf aftur í Minnivallalæk.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði