Blása til mjög óhefðbundinna mótmæla í Hvalfirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Á morgun verður lendingaræfing bandarískra landgönguliða haldin í Hvalfirði. Myndin er tekin við undirbúning æfingar landgönguliða árið 2018. Vísir/Vilhelm Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á. „Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur. Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
„Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23