Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 22:02 Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Vísir/Arnar Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða. Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum. Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum.
Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira