Fótbolti

Rangnick: Hefðum átt að skapa meira

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick EPA-EFE/PETER POWELL

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum niðurlútur eftir erfitt tap sinna manna gegn Everton í hádeginu í dag.

„Já, ef þú skorar ekki mark á 95 mínútum þá verðurðu að vera svekktur. Við hefðum átt að skapa fleiri og hættulegri tækifæri á fyrstu 25. mínútunum þegar við höfðum stjórn á leiknum. Eftir að við fengum á okkur markið þá töpuðum við einbeitingunni“, sagði þjóðverjinn í viðtali strax eftir leik.

Aðspurður hvort það hefði verið nægileg orka í leikmönnum í leiknum sagði hann:

„Við vildum bæta við krafti með skiptingunum en þetta einfaldlega gekk ekki upp, við skoruðum ekki mark á 95 mínútum og þá erum við ekki að skapa nægilega mikið. Það hefði verið mikilvægt að skora í upphafi og við hefðum átt að gera það“, sagði Rangnick, ósáttur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×