Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 20:31 „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu.“ Vísir/Sigurjón Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
„Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira