Þetta segir hún í samtali við Kjarnann en Sigríður sat í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði sérstaklega um bankahrunið 2008. Að sögn Sigríðar er það svo að þegar yfir 150 aðilar eru valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við markaðsvirði Íslandsbanka ef þeir hefur keypt á eftirmarkaði; þá brjóti það í bága við 3. grein og mögulega einnig 2. grein umræddra laga.
„Á grundvelli þess þarf einhver að axla ábyrgð fyrir að hafa heimilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum viðskiptum við einstaklinga og ehf., enda eru þau ekki í samræmi við lög og kaupendum og miðlurum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórnvaldi sem heimilaði þetta,“ hefur Kjarninn eftir Sigríði.
Ljóst er að útboðið er gífurlega umdeilt og í morgun fóru fram harðar umræður á Alþingi um söluna en þar rukkaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um efndir, að þeir styddu tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis, sem færi í saumana á sölunni. Hvergi nærri dygði að ríkisendurskoðun skoðaði málið.
Uppfært 14:15
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú sett fram kröfu um að gert verði hlé á þingfundi og gengið frá því að rannsóknarnefnd verði skipuð.