Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 17:27 Tóbaksframleiðandi telur fyrirhugað bragðbann stjórnvalda á nikótínvörum ekki þjóna tilgangi sínum. Getty Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað. British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01