DeChambeau hunsar ráðleggingar lækna og spilar á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 17:00 Bryson DeChambeau komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Valero Texas Open um helgina. getty/Stacy Revere Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau ætlar að spila á Masters-mótinu í vikunni þvert á ráðleggingar lækna hans. Hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur og er hundrað prósent klár í slaginn. Masters, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Venju samkvæmt fer mótið fram á Augusta National vellinum í Georgíu. DeChambeau verður meðal keppenda þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hann braut bein í höndinni og meiddist á mjöðm þegar hann rann á marmaragólfi þegar hann var að spila borðtennis. DeChambeau harkaði af sér og hefur spilað á mótum undanfarnar tvær helgar. Og hann verður með á Masters. „Þetta er bara einu sinni á ári og ég verð að láta þetta reyna,“ sagði DeChambeau. „Venjulega tekur það fjóra mánuði fyrir bein að gróa en ég er kominn til baka eftir tvo mánuði. Ég er ánægður með það. Ég er sennilega áttatíu prósent klár núna. Ég get samt ekki æft af fullum krafti og lengi og þarf bara að meta hlutina.“ Læknar DeChambeaus eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að hann taki þátt á Masters en freistingin var of mikil fyrir Bandaríkjamanninn hrausta. „Þeir mæltu með því að ég tæki mér góða hvíld en sögðu að ef ég gæti slegið bolta og ekki fundið neitt athugavert gæti ég íhugað það,“ sagði DeChambeau. „Þeir sögðu að ég ætti að leyfa þessu að gróa og þjálfarinn minn [Chris Como] var eiginlega sammála, jafnvel þótt hann vilji að ég spili. Hann ber hag minn fyrir brjósti.“ DeChambeau hefur unnið einn risatitil á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótið 2020. Besti árangur hans á Masters er 21. sæti 2016. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Masters á Stöð 2 Golf. Fyrsta beina útsendingin hefst klukkan 19:00 á morgun. Golf Masters-mótið Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Masters, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Venju samkvæmt fer mótið fram á Augusta National vellinum í Georgíu. DeChambeau verður meðal keppenda þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hann braut bein í höndinni og meiddist á mjöðm þegar hann rann á marmaragólfi þegar hann var að spila borðtennis. DeChambeau harkaði af sér og hefur spilað á mótum undanfarnar tvær helgar. Og hann verður með á Masters. „Þetta er bara einu sinni á ári og ég verð að láta þetta reyna,“ sagði DeChambeau. „Venjulega tekur það fjóra mánuði fyrir bein að gróa en ég er kominn til baka eftir tvo mánuði. Ég er ánægður með það. Ég er sennilega áttatíu prósent klár núna. Ég get samt ekki æft af fullum krafti og lengi og þarf bara að meta hlutina.“ Læknar DeChambeaus eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að hann taki þátt á Masters en freistingin var of mikil fyrir Bandaríkjamanninn hrausta. „Þeir mæltu með því að ég tæki mér góða hvíld en sögðu að ef ég gæti slegið bolta og ekki fundið neitt athugavert gæti ég íhugað það,“ sagði DeChambeau. „Þeir sögðu að ég ætti að leyfa þessu að gróa og þjálfarinn minn [Chris Como] var eiginlega sammála, jafnvel þótt hann vilji að ég spili. Hann ber hag minn fyrir brjósti.“ DeChambeau hefur unnið einn risatitil á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótið 2020. Besti árangur hans á Masters er 21. sæti 2016. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Masters á Stöð 2 Golf. Fyrsta beina útsendingin hefst klukkan 19:00 á morgun.
Golf Masters-mótið Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira