Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2022 15:20 Landsmenn mun ekki sjá þessa kunnuglegu sviðsmynd í bráð. Vísir/Vilhelm Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira