Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2022 14:04 Mikil og góð stemming er á meðal sjálfboðaliða á staðnum. Þórhallur Einisson Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars. Hveragerði Hamar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars.
Hveragerði Hamar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira