Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 16:50 Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helgi Vífill Júlíusson og Guðmundur Gunnarsson. Samsett Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi. Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi.
Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50