Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. apríl 2022 16:53 Það var rómantík í fyrsta þætti stefnumótaþáttanna Fyrsta blikið á Stöð 2. Í kvöld klukkan 18:55 mun þáttur tvö fara í loftið. Stöð 2 Þau elska bæði Harry Potter, spila sömu tölvuleiki, segjast bæði vera Nexus-nördar og horfa á sömu kvikmyndirnar. Birta Rós og Skúli voru eitt tveggja para í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. Það var klárlega tikkað í ansi mörg box á blindu stefnumóti Birtu Rósar og Skúla sem virtust eiga margt sameiginlegt. Birta Rós geislaði á blindu stefnumóti í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. Stöð 2 Birta Rós er 26 ára gömul og starfar í dag sem þjónn á veitingastaðnum Fjallkonan í miðbæ Reykjavíkur. Hún segist oft vera kölluð mamman í vinhópnum og lýsir sér sem mjög rólegri týpu sem sé smá „nördi“ inn við beinið. Skúli var sjarmerandi á skjánum á blindu stefnumóti. Stöð 2 Skúli er 27 ára reykvíkingur, starfar sem tölvunarfræðingur og veitt fátt betra en rólegheit heima fyrir með kisunum. Hann er stundvís, ábyrgur og dreymir um það að verða pabbi. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ........ Það virtust fljótt vera einhverjir töfrar yfir stefnumóti Skúla og Birtu og rómantíkin var ekki langt undan eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta blikið: Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru Birta og Skúli þó ekki par þrátt fyrir að hafa náð að heilla hvort annað og áhorfendur á fallegu stefnumóti. Bæði segjast þau þó hafi verið ánægð með reynsluna og kvöldið og enn í leit að ástinni og ævintýrum. Birta og Skúli eru bæði einhleyp í dag en segjast þó mjög sátt við reynsluna í Fyrsta blikinu. Fyrsta bliks lagalistar á Spotify Tónlistin úr þáttunum hefur vakið töluverða athygli og nú verður hægt að nálgast lögin úr hverjum þætti inn á Spotify síðu Fyrsta bliksins. Þeir sem vilja koma sér í réttu stemninguna fyrir kvöldið geta nálgast lagalista úr þætti tvö og eitt hér fyrir neðan. Lagalistinn úr þætti tvö verður svo aðgengilegur seinna í kvöld. Mun ástin kvikna í þætti tvö í kvöld? Í kvöld kukkan 18:55 mun þáttur tvö fara í loftið á Stöð 2 og munu áhorfendur fá að kynnast tveimur nýjum pörum og fylgja þeim á blind stefnumót. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Það vantaði ekki útgeislunina og glæsilegheitin í fyrsta þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið sem sýndur var síðasta föstudagskvöld á Stöð 2. 30. mars 2022 08:46 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Það var klárlega tikkað í ansi mörg box á blindu stefnumóti Birtu Rósar og Skúla sem virtust eiga margt sameiginlegt. Birta Rós geislaði á blindu stefnumóti í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. Stöð 2 Birta Rós er 26 ára gömul og starfar í dag sem þjónn á veitingastaðnum Fjallkonan í miðbæ Reykjavíkur. Hún segist oft vera kölluð mamman í vinhópnum og lýsir sér sem mjög rólegri týpu sem sé smá „nördi“ inn við beinið. Skúli var sjarmerandi á skjánum á blindu stefnumóti. Stöð 2 Skúli er 27 ára reykvíkingur, starfar sem tölvunarfræðingur og veitt fátt betra en rólegheit heima fyrir með kisunum. Hann er stundvís, ábyrgur og dreymir um það að verða pabbi. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ........ Það virtust fljótt vera einhverjir töfrar yfir stefnumóti Skúla og Birtu og rómantíkin var ekki langt undan eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta blikið: Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru Birta og Skúli þó ekki par þrátt fyrir að hafa náð að heilla hvort annað og áhorfendur á fallegu stefnumóti. Bæði segjast þau þó hafi verið ánægð með reynsluna og kvöldið og enn í leit að ástinni og ævintýrum. Birta og Skúli eru bæði einhleyp í dag en segjast þó mjög sátt við reynsluna í Fyrsta blikinu. Fyrsta bliks lagalistar á Spotify Tónlistin úr þáttunum hefur vakið töluverða athygli og nú verður hægt að nálgast lögin úr hverjum þætti inn á Spotify síðu Fyrsta bliksins. Þeir sem vilja koma sér í réttu stemninguna fyrir kvöldið geta nálgast lagalista úr þætti tvö og eitt hér fyrir neðan. Lagalistinn úr þætti tvö verður svo aðgengilegur seinna í kvöld. Mun ástin kvikna í þætti tvö í kvöld? Í kvöld kukkan 18:55 mun þáttur tvö fara í loftið á Stöð 2 og munu áhorfendur fá að kynnast tveimur nýjum pörum og fylgja þeim á blind stefnumót. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Það vantaði ekki útgeislunina og glæsilegheitin í fyrsta þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið sem sýndur var síðasta föstudagskvöld á Stöð 2. 30. mars 2022 08:46 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Það vantaði ekki útgeislunina og glæsilegheitin í fyrsta þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið sem sýndur var síðasta föstudagskvöld á Stöð 2. 30. mars 2022 08:46