Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2022 11:12 Viðar Þorsteinsson sækir nú hart að forystu Eflingar og krefur Odd Ástráðsson lögmann Agnieszka Ewa sitjandi formanns svara en í ítarlegum spurningum til Odds lætur Viðar að liggja að Oddur hafi gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. vísir/vilhelm/efling Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. Þessi deila hefur undið upp á sig. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Viðar tekið því afar óstinnt upp að gefið hafi verið í skyn af sitjandi stjórn Eflingar, og þá af hálfu Agnieszku Ewu Ziólkowsku, starfandi formanns Eflingar, að óeðlilega hafi verið staðið að málum varðandi samninga við vefhönnunarstofuna Sigur og Andra Sigurðssonar eiganda Sigurs sem kenndur hefur verið við aðgerðarhópinn Jæja. Agniezka hafnaði í byrjun mars kröfu Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, um afsökunarbeiðni vegna ásakana um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Telur Odd meðvitaðan um meintan hefndarhug Oddur lögmaður vildi ræða við Viðar en þau samskipti hafa verið stirð ef marka má bréf sem honum barst frá Viðari. Þar gengur hann eftir svörum frá Oddi varðandi tiltekin atriði. Í bréfinu kemur fram að Viðar telur Odd hafa umgengist siðareglur Lögmannafélagsins afar frjálslega. Viðar rukkar Odd um svör við spurningum sem vöknuðu með honum í kjölfar símtals sem þeir tveir áttu 29. mars. Viðar segir að þar hafi hann lýst því hvaða ásetning hann telur búa að baki því að fráfarandi formaður Eflingar, Agniezka, leitaði til Odds um aðstoð. Ásetningurinn sé að gera störf hans tortryggileg. „Sprettur þessi ásetningur af hefndarhug fráf. formanns vegna úrslita sem henni líkuðu ekki í formanns- og stjórnarkosningum í félaginu. Í samtalinu virtist þú taka undir með mér varðandi þetta, og hafðir uppi þau orð að þú værir "ekki fæddur í gær", þ.e.a.s. að þú gerðir þér grein fyrir málavöxtum er varðar hvatir og ásetning umbjóðanda þíns. Ber að skilja þessi orð þín sem svo að þú sért meðvitaður um að umbj. þinn fari fram gegn mér af annarlegum ásetningi? Ef svo er, telur þú störf þín fyrir hana og málarekstur gagnvart mér samræmast 1. grein siðareglna lögmanna?“ Er boð um „off rec-samtal“ hugsanlega trúnaðarbrot við Agnieszka Eins og fram hefur komið gerði endurskoðunarfyrirtækið Deloitte ekki athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Í öðru lagi segist Viðar í bréfi til Odds það hafa vakið furðu sína að lögmaðurinn hafi snúið sér með málareksturinn beint til sín en ekki Gunnars Inga Jóhannssonar hrl. sem hefur haft með höndum samskipti hans við Agnieszku Ewu Ziólkowsku; vegna þeirra ásakana og dylgja sem Viðar segir Odd nú reka fyrir hennar hönd. „Gunnar Ingi hefur einnig ritað og móttekið erindi fyrir mína hönd í samskiptum við Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Eflingar vegna úttektar sálfræðistofunnar Líf og sál en það mál er um margt keimlíkt þeirri „rannsókn“ sem þér virðist hafa verið falin (ólíkindalæti um það hvort ég sé viðfang rannsóknar, brot á andmælarétti mínum, vanhöld á upplýsingagjöf o.s.frv.). Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Viðars sem telur óeðlilegt að Oddur hafi snúið sér beint til sín með að vilja ræða málið fremur en að beina því til Gunnars Inga.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Var þér kunnugt um erindi Gunnars Inga fyrir mína hönd til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar? Ef svo er, hvernig samrýmist það ákvæðum siðareglna lögmanna um samskipti lögmanna innbyrðis, nánar tiltekið 26. grein?“ segir í bréfinu. Viðar vill þá að endingu og í þriðja lagi fá útskýringar Odds á atriði í samtali þeirra sem er að Oddur bauð honum að koma á framfæri við sig „off record“ eða að ræða við sig frjálslega og í trúnaði um ótilgreind atriði sem Oddur myndi þá ekki innifela í úttekt sinni. „Ég spurði þig hvernig þetta boð þitt samræmdist skyldum þínum við umbjóðenda þinn og hvort trúnaðarsamband þitt væri ekki bundið við hann. Satt best að segja skildi ég ekki þau svör sem þú veittir mér og langar mig því að biðja þig að skýra þau fyrir mér skriflega. Eins og í hinum atriðunum þá hef ég í huga ákvæði úr siðareglum lögmanna, í þessu tilfelli 8. og 9. gr.,“ segir í bréfi Viðars til Odds. Segir samskiptin í samræmi við siðareglur Vísir bar þessar spurningar sem Viðar fitjar uppá undir Odd lögmann en hann taldi hugleiðingar Viðars þannig vaxnar að ekki væri vert að hafa um langt mál. „Eins og fram hefur komið tók ég að mér afmarkað verkefni fyrir Eflingu, að gera lögfræðilega úttekt á viðskiptum félagsins við tiltekið fyrirtæki. Ég hafði samband við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins og bauð honum að hitta mig á fundi eða senda mér skriflegar athugasemdir um efnið. Hann hefur ekki þegið það boð,“ segir Oddur. Vísir spurði Odd hvort ekki væri áhyggjuefni að vera sakaður um að hafa gengið í berhögg við siðareglur, en Oddur telur svo ekki vera: „Samskiptin voru af minni hálfu í samræmi við siðareglur lögmanna.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Þessi deila hefur undið upp á sig. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Viðar tekið því afar óstinnt upp að gefið hafi verið í skyn af sitjandi stjórn Eflingar, og þá af hálfu Agnieszku Ewu Ziólkowsku, starfandi formanns Eflingar, að óeðlilega hafi verið staðið að málum varðandi samninga við vefhönnunarstofuna Sigur og Andra Sigurðssonar eiganda Sigurs sem kenndur hefur verið við aðgerðarhópinn Jæja. Agniezka hafnaði í byrjun mars kröfu Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, um afsökunarbeiðni vegna ásakana um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Telur Odd meðvitaðan um meintan hefndarhug Oddur lögmaður vildi ræða við Viðar en þau samskipti hafa verið stirð ef marka má bréf sem honum barst frá Viðari. Þar gengur hann eftir svörum frá Oddi varðandi tiltekin atriði. Í bréfinu kemur fram að Viðar telur Odd hafa umgengist siðareglur Lögmannafélagsins afar frjálslega. Viðar rukkar Odd um svör við spurningum sem vöknuðu með honum í kjölfar símtals sem þeir tveir áttu 29. mars. Viðar segir að þar hafi hann lýst því hvaða ásetning hann telur búa að baki því að fráfarandi formaður Eflingar, Agniezka, leitaði til Odds um aðstoð. Ásetningurinn sé að gera störf hans tortryggileg. „Sprettur þessi ásetningur af hefndarhug fráf. formanns vegna úrslita sem henni líkuðu ekki í formanns- og stjórnarkosningum í félaginu. Í samtalinu virtist þú taka undir með mér varðandi þetta, og hafðir uppi þau orð að þú værir "ekki fæddur í gær", þ.e.a.s. að þú gerðir þér grein fyrir málavöxtum er varðar hvatir og ásetning umbjóðanda þíns. Ber að skilja þessi orð þín sem svo að þú sért meðvitaður um að umbj. þinn fari fram gegn mér af annarlegum ásetningi? Ef svo er, telur þú störf þín fyrir hana og málarekstur gagnvart mér samræmast 1. grein siðareglna lögmanna?“ Er boð um „off rec-samtal“ hugsanlega trúnaðarbrot við Agnieszka Eins og fram hefur komið gerði endurskoðunarfyrirtækið Deloitte ekki athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Í öðru lagi segist Viðar í bréfi til Odds það hafa vakið furðu sína að lögmaðurinn hafi snúið sér með málareksturinn beint til sín en ekki Gunnars Inga Jóhannssonar hrl. sem hefur haft með höndum samskipti hans við Agnieszku Ewu Ziólkowsku; vegna þeirra ásakana og dylgja sem Viðar segir Odd nú reka fyrir hennar hönd. „Gunnar Ingi hefur einnig ritað og móttekið erindi fyrir mína hönd í samskiptum við Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Eflingar vegna úttektar sálfræðistofunnar Líf og sál en það mál er um margt keimlíkt þeirri „rannsókn“ sem þér virðist hafa verið falin (ólíkindalæti um það hvort ég sé viðfang rannsóknar, brot á andmælarétti mínum, vanhöld á upplýsingagjöf o.s.frv.). Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Viðars sem telur óeðlilegt að Oddur hafi snúið sér beint til sín með að vilja ræða málið fremur en að beina því til Gunnars Inga.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Var þér kunnugt um erindi Gunnars Inga fyrir mína hönd til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar? Ef svo er, hvernig samrýmist það ákvæðum siðareglna lögmanna um samskipti lögmanna innbyrðis, nánar tiltekið 26. grein?“ segir í bréfinu. Viðar vill þá að endingu og í þriðja lagi fá útskýringar Odds á atriði í samtali þeirra sem er að Oddur bauð honum að koma á framfæri við sig „off record“ eða að ræða við sig frjálslega og í trúnaði um ótilgreind atriði sem Oddur myndi þá ekki innifela í úttekt sinni. „Ég spurði þig hvernig þetta boð þitt samræmdist skyldum þínum við umbjóðenda þinn og hvort trúnaðarsamband þitt væri ekki bundið við hann. Satt best að segja skildi ég ekki þau svör sem þú veittir mér og langar mig því að biðja þig að skýra þau fyrir mér skriflega. Eins og í hinum atriðunum þá hef ég í huga ákvæði úr siðareglum lögmanna, í þessu tilfelli 8. og 9. gr.,“ segir í bréfi Viðars til Odds. Segir samskiptin í samræmi við siðareglur Vísir bar þessar spurningar sem Viðar fitjar uppá undir Odd lögmann en hann taldi hugleiðingar Viðars þannig vaxnar að ekki væri vert að hafa um langt mál. „Eins og fram hefur komið tók ég að mér afmarkað verkefni fyrir Eflingu, að gera lögfræðilega úttekt á viðskiptum félagsins við tiltekið fyrirtæki. Ég hafði samband við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins og bauð honum að hitta mig á fundi eða senda mér skriflegar athugasemdir um efnið. Hann hefur ekki þegið það boð,“ segir Oddur. Vísir spurði Odd hvort ekki væri áhyggjuefni að vera sakaður um að hafa gengið í berhögg við siðareglur, en Oddur telur svo ekki vera: „Samskiptin voru af minni hálfu í samræmi við siðareglur lögmanna.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels