Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2022 10:31 Frá sendiráði Kína á Salómonseyjum. AP/Charley Piringi Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar. Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar.
Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40