Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 11:33 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir fyrirhyggju með stuðningi við heimili og fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum grundvöll fyrir viðsnúning í ríkisfjármálum og auknum hagvesti. Vísir/Vilhelm Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03
Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16