Leikmaður Fram fékk far með KA/Þór á Skíðamót Íslands og vann tvenn verðlaun þar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 09:00 Harpa María Friðgeirsdóttir í fullum skrúða. vísir/vilhelm Helgin var afar viðburðarík hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur. Á laugardaginn spilaði hún með Fram gegn Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Eftir leikinn fór hún til Dalvíkur þar sem Skíðamót Íslands fór fram og vann þar tvenn verðlaun. Í íslenskri íþróttasögu eru fjölmörg dæmi um íþróttamenn sem stunda tvær eða jafnvel þrjár íþróttir. En dæmin um íþróttamenn sem stunda boltaíþrótt og vetraríþrótt eru ekki mörg. En Harpa tilheyrir þessum fámenna hópi og hún keppti í báðum greinum um helgina. Harpa skoraði eitt mark og fiskaði eitt vítakast í leiknum gegn KA/Þór sem Fram tapaði, 27-30. Hún náði þó varla að kasta mæðinni eftir leik því þá var förinni heitið norður á land til að keppa á Skíðamóti Íslands. Og hún fékk aðstoð frá mótherjum sínum í KA/Þór til að komast þangað. „Ég keppti gegn KA/Þór og því miður töpuðum við þeim leik með þremur mörkum. Ég var búinn að tala við Unni Ómars í KA/Þór um hvort ég gæti ekki fengið far með þeim norður. Og eftir leikinn fór ég beint upp í rútu með þeim norður,“ sagði Harpa í samtali við Vísi. Hún kom til Siglufjarðar seint á laugardagskvöldið. Morguninn eftir hélt hún svo til Dalvíkur og um klukkan ellefu hófst keppni í stórsvigi. „Ég náði tveimur æfingum áður en ég fór beint í stórsvigið,“ sagði Harpa. Ferðalagið virtist ekki sitja í henni því hún vann til bronsverðlauna í stórsvigi. Daginn eftir, á mánudaginn, vann Harpa svo silfur í samhliðasvigi. Ekkert frí og engin þreyta Einhver hefði kannski tekið sér smá frí eftir þessa þriggja daga keyrslu en ekki Harpa. „Nei, nei. Það er ekkert frí. Það er handboltaæfing í kvöld [í gær],“ sagði Harpa. Hún er þó öllu von þegar kemur að því að halda tveimur boltum á lofti. „Það hefur alveg komið fyrir að ég keppi á bikarmóti í Bláfjöllum um daginn og spili svo handboltaleik um kvöldið. En þetta hefur ekki áður verið svona.“ Harpa leikur í vinstra horninu.vísir/Hulda Margrét Harpa þvertekur að vera þreytt eftir helgina. „Nei, nei. Ég er bara góð og vön þessu,“ sagði hún. Harpa byrjaði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára og svo í handbolta þegar hún hóf grunnskólanám. Þótt hún keppi enn í báðum greinum er handboltinn númer eitt. „Ég hætti í raun á skíðum fyrir nokkrum árum til að einbeita mér að handboltanum en keppi alveg slatta. Ég held ég hafi náð þremur skíðaæfingum í vetur en ég keppi meðan ég get,“ sagði Harpa. Hún segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún valdi handboltann fram yfir skíðin. „Í alvörunni veit það ekki. Mér finnast báðar greinar ótrúlega skemmtilegar en ég veit ekki af hverju ég valdi handboltann,“ sagði Harpa. Stolt af stóru systur Hún er ekki eina afrekskonan á skíðum í fjölskyldunni. Föðursystir hennar, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, var margfaldur Íslandsmeistari og keppti á Vetrarólympíuleikunum 1992 og 1994. Og eldri systir hennar er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem keppti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði. „Það var magnað að fylgjast með henni og maður er ótrúlega stoltur af henni. Hún er búin að standa sig mjög vel síðustu ár og það var mjög gaman að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum og sjá hvað hún stóð sig vel á stærsta sviðinu,“ sagði Harpa en Hólmfríður endaði í 38. sæti í svigi í Peking. Hólmfríður, sem er tveimur árum eldri en Harpa, keppti einnig á Skíðamótinu á Dalvík um helgina og vann gull í svigi og stórsvigi. Fékk smjörþefinn af landsliðinu í Tékklandi Harpa, sem leikur í vinstra horninu, hefur skorað 58 mörk fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og lék með B-landsliðinu á móti í Tékklandi í nóvember í fyrra. A-landsliðið var á móti á sama stað á sama tíma og Harpa fékk því nasaþefinn af landsliðsumhverfinu í Tékklandi. Þótt Harpa æfi ekki skíði að staðaldri keppir hún enn.vísir/vilhelm „Það var mjög gaman og eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á. Það var virkilega gaman og mjög hvetjandi til að gera betur,“ sagði Harpa. Framundan er skemmtilegasti tími ársins hjá íslensku handboltafólki, þegar úrslitakeppnin hefst og allt er undir. Eins og venjulega er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil hjá Fram. „Auðvitað en við ætlum að klára deildina fyrst. Við eigum þrjá leiki eftir þar,“ sagði Harpa en Fram er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Í næstsíðustu umferðinni mætir Fram Val en það gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. „Við stefnum á að klára deildina og viljum vinna alla titla. Íslandsmeistaratitilinn verður næsta markmið.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Fram Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Í íslenskri íþróttasögu eru fjölmörg dæmi um íþróttamenn sem stunda tvær eða jafnvel þrjár íþróttir. En dæmin um íþróttamenn sem stunda boltaíþrótt og vetraríþrótt eru ekki mörg. En Harpa tilheyrir þessum fámenna hópi og hún keppti í báðum greinum um helgina. Harpa skoraði eitt mark og fiskaði eitt vítakast í leiknum gegn KA/Þór sem Fram tapaði, 27-30. Hún náði þó varla að kasta mæðinni eftir leik því þá var förinni heitið norður á land til að keppa á Skíðamóti Íslands. Og hún fékk aðstoð frá mótherjum sínum í KA/Þór til að komast þangað. „Ég keppti gegn KA/Þór og því miður töpuðum við þeim leik með þremur mörkum. Ég var búinn að tala við Unni Ómars í KA/Þór um hvort ég gæti ekki fengið far með þeim norður. Og eftir leikinn fór ég beint upp í rútu með þeim norður,“ sagði Harpa í samtali við Vísi. Hún kom til Siglufjarðar seint á laugardagskvöldið. Morguninn eftir hélt hún svo til Dalvíkur og um klukkan ellefu hófst keppni í stórsvigi. „Ég náði tveimur æfingum áður en ég fór beint í stórsvigið,“ sagði Harpa. Ferðalagið virtist ekki sitja í henni því hún vann til bronsverðlauna í stórsvigi. Daginn eftir, á mánudaginn, vann Harpa svo silfur í samhliðasvigi. Ekkert frí og engin þreyta Einhver hefði kannski tekið sér smá frí eftir þessa þriggja daga keyrslu en ekki Harpa. „Nei, nei. Það er ekkert frí. Það er handboltaæfing í kvöld [í gær],“ sagði Harpa. Hún er þó öllu von þegar kemur að því að halda tveimur boltum á lofti. „Það hefur alveg komið fyrir að ég keppi á bikarmóti í Bláfjöllum um daginn og spili svo handboltaleik um kvöldið. En þetta hefur ekki áður verið svona.“ Harpa leikur í vinstra horninu.vísir/Hulda Margrét Harpa þvertekur að vera þreytt eftir helgina. „Nei, nei. Ég er bara góð og vön þessu,“ sagði hún. Harpa byrjaði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára og svo í handbolta þegar hún hóf grunnskólanám. Þótt hún keppi enn í báðum greinum er handboltinn númer eitt. „Ég hætti í raun á skíðum fyrir nokkrum árum til að einbeita mér að handboltanum en keppi alveg slatta. Ég held ég hafi náð þremur skíðaæfingum í vetur en ég keppi meðan ég get,“ sagði Harpa. Hún segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún valdi handboltann fram yfir skíðin. „Í alvörunni veit það ekki. Mér finnast báðar greinar ótrúlega skemmtilegar en ég veit ekki af hverju ég valdi handboltann,“ sagði Harpa. Stolt af stóru systur Hún er ekki eina afrekskonan á skíðum í fjölskyldunni. Föðursystir hennar, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, var margfaldur Íslandsmeistari og keppti á Vetrarólympíuleikunum 1992 og 1994. Og eldri systir hennar er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem keppti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði. „Það var magnað að fylgjast með henni og maður er ótrúlega stoltur af henni. Hún er búin að standa sig mjög vel síðustu ár og það var mjög gaman að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum og sjá hvað hún stóð sig vel á stærsta sviðinu,“ sagði Harpa en Hólmfríður endaði í 38. sæti í svigi í Peking. Hólmfríður, sem er tveimur árum eldri en Harpa, keppti einnig á Skíðamótinu á Dalvík um helgina og vann gull í svigi og stórsvigi. Fékk smjörþefinn af landsliðinu í Tékklandi Harpa, sem leikur í vinstra horninu, hefur skorað 58 mörk fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og lék með B-landsliðinu á móti í Tékklandi í nóvember í fyrra. A-landsliðið var á móti á sama stað á sama tíma og Harpa fékk því nasaþefinn af landsliðsumhverfinu í Tékklandi. Þótt Harpa æfi ekki skíði að staðaldri keppir hún enn.vísir/vilhelm „Það var mjög gaman og eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á. Það var virkilega gaman og mjög hvetjandi til að gera betur,“ sagði Harpa. Framundan er skemmtilegasti tími ársins hjá íslensku handboltafólki, þegar úrslitakeppnin hefst og allt er undir. Eins og venjulega er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil hjá Fram. „Auðvitað en við ætlum að klára deildina fyrst. Við eigum þrjá leiki eftir þar,“ sagði Harpa en Fram er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Í næstsíðustu umferðinni mætir Fram Val en það gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. „Við stefnum á að klára deildina og viljum vinna alla titla. Íslandsmeistaratitilinn verður næsta markmið.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Fram Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti