Fótbolti

Luis Enriqu­e mun ekki taka við Man United: „Hef gefið lof­orð“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luis Enrique verður þjálfari Spánar á HM 2022.
Luis Enrique verður þjálfari Spánar á HM 2022. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez

Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, hefur gefið það hreint út að hann muni ekki taka við Manchester United í sumar. Hann mun fara með spænska landsliðinu á HM í Katar.

Hinn 51 árs gamli Luis Enrique er einn þeirra sem hefur nefndur til sögunnar sem mögulegur framtíðarþjálfari Man United. Erik ten Hag, þjálfari Ajax, er talinn vera fyrsti kostur Man Utd en þar á eftir koma Maurico Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, og Enrique sem í dag þjálfar spænska landsliðið.

Hann hefur þjálfað spænska landsliðið síðan 2018 en hefur nú þegar stýrt nokkrum félagsliðum. Hann hóf ferilinn sem þjálfari B-liðs Barcelona, þaðan fór hann til Rómar og svo til Celta Vigo áður en hann tók við aðalliði Barcelona.

Enrique segir það af og frá að hann muni þjálfa félagslið næsta haust þar sem hann hafi gefið loforð. Hann mun stýra liðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar undir lok árs. 

Þar vonast hann og spænska þjóðin til að liðið fari einu skrefi lengra en á Evrópumótinu síðasta sumar. Spánn féll þar úr leik í undanúrslitum gegn verðandi meisturum Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.

Þetta kom fram á blaðamannafundi spænska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi sem fram fer síðar í dag.

Leikur Spánar og Íslands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar eða 18.15.


Tengdar fréttir

Mesta bikarþurrð Man Utd í 40 ár

Manchester United féll í gær úr leik í Mestaradeildinni eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum. Með tapinu er nánast ljóst að Manchester United mun ekki vinna bikar á þessu tímabili en United vann síðast bikar árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×