Undirbúningur hafinn fyrir Þjóðhátíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. mars 2022 07:01 Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, reiknar með því að Þjóðhátíð fari fram í Vestmannaeyjum í sumar en segir þó ýmislegt geta breyst. Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála. Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir undirbúning fyrir hátíðina í ár hafa hafist í upphafi árs, þegar ríkisstjórnin tilkynnti afléttingaráætlun sína. Það er þó ekkert meitlað í stein fyrir hátíðina í ár, í ljósi reynslu síðustu ára. „Við vorum bara vongóð um að þessum samkomutakmörkunum yrði aflétt og þurftum að hefja undirbúning í tíma. Við reiknum með því að halda Þjóðhátíðina en það er ekki í okkar vald sett hvernig það fer allt saman,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að sögn Haralds er ekki búið að ákveða endanlega hvenær miðasala fyrir hátíðina hefst en það verður líklega í apríl. Hálf flökurt vegna ákvörðunar Dalvíkinga Öðrum stórum viðburði sem fer fram á svipuðum tíma og Þjóðhátíð hefur þó verið frestað, það er Fiskideginum mikla á Dalvík. „Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn,“ sagði í tilkynningu á vef Fiskidagsins í síðustu viku. Aðspurður um hvort ákvörðun Dalvíkinga veki upp áhyggjur hjá Eyjamönnum segir Haraldur svo vera, að ákveðnu leiti. „Við grettum okkur kannski full mikið í fyrra yfir þessu hjá Dalvíkingunum en núna verður manni bara hálf flökurt að sjá þá hætta aftur við, þeir voru svo sannspáir með þetta árinu á undan,“ segir Haraldur og grínast með að Dalvíkingar séu mögulega með seiðkarl sem þeir spyrja út í. Haraldur kveðst vongóður um að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði en bendir á að óvæntar breytingar geti alltaf átt sér stað. Aðeins ein vika til stefnu þegar hátíðinni var aflýst í fyrra Það reyndist þungt högg fyrir Eyjamenn þegar Þjóðhátíð var aflýst í fyrra en sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar aðeins viku áður en til stóð að halda hátíðina. Brekkusöngnum var streymt en engir gestir voru í brekkunni. Til skoðunar var að fresta hátíðinni um nokkrar vikur en ljóst varð um miðjan ágúst að hátíðin færi ekki fram. „Við þurfum auðvitað að fjárfesta í innviðum og við höfum verið að reka þetta íþróttafélag á fjármunum sem við eigum ekki, miðahafar eru búnir að eiga kröfu á okkur í þennan tíma og það verður alltaf þrautinni þyngra að endurnýja alla hluti,“ segir Haraldur. „En við viljum auðvitað hafa þetta eins gott og hægt er og við treystum bara á stjórnvöld að hjálpa okkur með það tjón sem að þau ollu okkur í fyrra,“ segir hann enn fremur. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir undirbúning fyrir hátíðina í ár hafa hafist í upphafi árs, þegar ríkisstjórnin tilkynnti afléttingaráætlun sína. Það er þó ekkert meitlað í stein fyrir hátíðina í ár, í ljósi reynslu síðustu ára. „Við vorum bara vongóð um að þessum samkomutakmörkunum yrði aflétt og þurftum að hefja undirbúning í tíma. Við reiknum með því að halda Þjóðhátíðina en það er ekki í okkar vald sett hvernig það fer allt saman,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að sögn Haralds er ekki búið að ákveða endanlega hvenær miðasala fyrir hátíðina hefst en það verður líklega í apríl. Hálf flökurt vegna ákvörðunar Dalvíkinga Öðrum stórum viðburði sem fer fram á svipuðum tíma og Þjóðhátíð hefur þó verið frestað, það er Fiskideginum mikla á Dalvík. „Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn,“ sagði í tilkynningu á vef Fiskidagsins í síðustu viku. Aðspurður um hvort ákvörðun Dalvíkinga veki upp áhyggjur hjá Eyjamönnum segir Haraldur svo vera, að ákveðnu leiti. „Við grettum okkur kannski full mikið í fyrra yfir þessu hjá Dalvíkingunum en núna verður manni bara hálf flökurt að sjá þá hætta aftur við, þeir voru svo sannspáir með þetta árinu á undan,“ segir Haraldur og grínast með að Dalvíkingar séu mögulega með seiðkarl sem þeir spyrja út í. Haraldur kveðst vongóður um að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði en bendir á að óvæntar breytingar geti alltaf átt sér stað. Aðeins ein vika til stefnu þegar hátíðinni var aflýst í fyrra Það reyndist þungt högg fyrir Eyjamenn þegar Þjóðhátíð var aflýst í fyrra en sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar aðeins viku áður en til stóð að halda hátíðina. Brekkusöngnum var streymt en engir gestir voru í brekkunni. Til skoðunar var að fresta hátíðinni um nokkrar vikur en ljóst varð um miðjan ágúst að hátíðin færi ekki fram. „Við þurfum auðvitað að fjárfesta í innviðum og við höfum verið að reka þetta íþróttafélag á fjármunum sem við eigum ekki, miðahafar eru búnir að eiga kröfu á okkur í þennan tíma og það verður alltaf þrautinni þyngra að endurnýja alla hluti,“ segir Haraldur. „En við viljum auðvitað hafa þetta eins gott og hægt er og við treystum bara á stjórnvöld að hjálpa okkur með það tjón sem að þau ollu okkur í fyrra,“ segir hann enn fremur.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16