Fjallað verður ítarlega um stríðið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Þá vill ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf NATO-ríkjanna og Rússlands.
Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt við fjármálaráðherra sem vill lögleiða netverslun einkaaðila með áfengi.
Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði.
Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Fréttastofa tók stöðuna i þessu nýja hverfi.
Þá hittum við Pál Óskar Hjálmtýsson, sem fagnar loks fimmtugsafmæli sínu með langþráðum tónleikum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30.