ESA vísar þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:46 Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að vísa þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna tafa á innleiðingu 37 gerða á sviði fjármálaþjónustu. Gerðirnar eru hluti regluverks á sviði banka- og verðbréfamarkaðar. Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira