Amanda Bynes endurheimti sjálfræðið Elísabet Hanna skrifar 23. mars 2022 14:41 Amanda Bynes var barnastjarna sem flestir ættu að kannast við úr myndum eins og Hairspray, What a girl wants og She's the man. Getty/Jon Kopaloff Amanda Bynes fetaði síðustu daga í fótspor Britney Spears og var að sækjast eftir sjálfræði sem hún hlaut loks í gær. Móðir barnastjörnunnar fékk upphaflega forræði yfir henni árið 2013. Var svipt sjálfræði fyrir níu árum Dómari sagði forræðið ekki lengur þarft þar sem Amanda sé búin að uppfylla allar þær óskir sem dómstóllinn hafi gert til hennar síðustu ár. Móðir hennar fékk upphaflega tímabundið forræði en ári síðar fékk hún ótímabundið forræði sem hefur haldið sér til dagsins í gær. Amanda birtir stundum skilaboð og myndir á samfélagsmiðlum en eyðir þeim oft hratt.Skjáskot/Instagram Opnaði sig um andleg veikindi Amanda komst í kast við lögin meðal annars fyrir það að keyra undir áhrifum og kveikja í innkeyrslu hjá ókunnugum aðila. Hún gaf einnig út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa verið að nota eiturlyf en hefur farið í meðferð síðan. Einnig opnaði hún sig um andleg veikindi á Twitter reikningi sínum þar sem hún sagðist vera að fást við geðhvarfasýki og mikið þunglyndi. Hún nýtti einnig miðilinn til þess að ráðast á annað fólk eins og Rihönnu og Chrissy Teigen með ljótum athugasemdum. Ásakaði pabba sinn á Twitter Fyrir nokkrum árum kom Amanda fram á Twitter þar sem hún sakaði pabba sinn um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Stuttu síðar kom hún þá fram með aðra yfirlýsingu þar sem hún sagði að ekkert væri til í ásökununum og að örflaga í heilanum á henni hafi látið hana segja það. „Pabbi minn gerði aldrei neitt af þessum hlutum. Örflögurnar í heilanum á mér létu mig segja þessa hluti en hann lét setja þessa örflögu í mig.“ Þakklát foreldrum sínum Í dag segist Amanda vera búin að vinna vel í sér og sinni heilsu og er tilbúin að fá sjálfræðið aftur. Foreldrar hennar eru alsælir að heyra það og sína henni fullan stuðning og eru mjög stolt af dóttur sinni segir lögfræðingur foreldranna. „Í kjölfar ákvörðun dómarans í dag að afturkalla sviptingu sjálfræðisins vil ég þakka aðdáendum mínum fyrir ástina og falleg orð á þessum tímum. Ég vil líka þakka lögræðingnum mínum og foreldrum mínum fyrir stuðninginn síðustu níu ár,“ sagði leikkonan. Síðustu ár hefur Amanda dregið sig úr sviðsljósinu og kláraði meðal annars gráðu í tískuskólanum FIDM. FIDM graduate 2019 #fidmgraduation pic.twitter.com/KdFI5dPOdK— amanda bynes (@amandabynes) June 25, 2019 Sótti um sjálfræði í febrúar Hún sótti um sjálfræðið í febrúar og fékk það samþykkt í gær. Hún telur sig vera orðna heila á heilsu, búin að vinna mikið í sjálfri sér og að hún sé tilbúin að lifa og vinna sjálfstætt. Í dag er hún með unnusta sínum sem hún trúlofaðist á valentínusardaginn 2020 eftir að hafa kynnst í lok ársins áður. Hollywood Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Amanda er ekki geðklofi Lögfræðingur stjörnunnar blæs á sögusagnirnar. 9. apríl 2014 18:00 Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu. 28. júlí 2013 20:00 Bynes tapar glórunni á Twitter Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri. 30. maí 2013 07:00 Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Sjá meira
Var svipt sjálfræði fyrir níu árum Dómari sagði forræðið ekki lengur þarft þar sem Amanda sé búin að uppfylla allar þær óskir sem dómstóllinn hafi gert til hennar síðustu ár. Móðir hennar fékk upphaflega tímabundið forræði en ári síðar fékk hún ótímabundið forræði sem hefur haldið sér til dagsins í gær. Amanda birtir stundum skilaboð og myndir á samfélagsmiðlum en eyðir þeim oft hratt.Skjáskot/Instagram Opnaði sig um andleg veikindi Amanda komst í kast við lögin meðal annars fyrir það að keyra undir áhrifum og kveikja í innkeyrslu hjá ókunnugum aðila. Hún gaf einnig út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa verið að nota eiturlyf en hefur farið í meðferð síðan. Einnig opnaði hún sig um andleg veikindi á Twitter reikningi sínum þar sem hún sagðist vera að fást við geðhvarfasýki og mikið þunglyndi. Hún nýtti einnig miðilinn til þess að ráðast á annað fólk eins og Rihönnu og Chrissy Teigen með ljótum athugasemdum. Ásakaði pabba sinn á Twitter Fyrir nokkrum árum kom Amanda fram á Twitter þar sem hún sakaði pabba sinn um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Stuttu síðar kom hún þá fram með aðra yfirlýsingu þar sem hún sagði að ekkert væri til í ásökununum og að örflaga í heilanum á henni hafi látið hana segja það. „Pabbi minn gerði aldrei neitt af þessum hlutum. Örflögurnar í heilanum á mér létu mig segja þessa hluti en hann lét setja þessa örflögu í mig.“ Þakklát foreldrum sínum Í dag segist Amanda vera búin að vinna vel í sér og sinni heilsu og er tilbúin að fá sjálfræðið aftur. Foreldrar hennar eru alsælir að heyra það og sína henni fullan stuðning og eru mjög stolt af dóttur sinni segir lögfræðingur foreldranna. „Í kjölfar ákvörðun dómarans í dag að afturkalla sviptingu sjálfræðisins vil ég þakka aðdáendum mínum fyrir ástina og falleg orð á þessum tímum. Ég vil líka þakka lögræðingnum mínum og foreldrum mínum fyrir stuðninginn síðustu níu ár,“ sagði leikkonan. Síðustu ár hefur Amanda dregið sig úr sviðsljósinu og kláraði meðal annars gráðu í tískuskólanum FIDM. FIDM graduate 2019 #fidmgraduation pic.twitter.com/KdFI5dPOdK— amanda bynes (@amandabynes) June 25, 2019 Sótti um sjálfræði í febrúar Hún sótti um sjálfræðið í febrúar og fékk það samþykkt í gær. Hún telur sig vera orðna heila á heilsu, búin að vinna mikið í sjálfri sér og að hún sé tilbúin að lifa og vinna sjálfstætt. Í dag er hún með unnusta sínum sem hún trúlofaðist á valentínusardaginn 2020 eftir að hafa kynnst í lok ársins áður.
Hollywood Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Amanda er ekki geðklofi Lögfræðingur stjörnunnar blæs á sögusagnirnar. 9. apríl 2014 18:00 Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu. 28. júlí 2013 20:00 Bynes tapar glórunni á Twitter Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri. 30. maí 2013 07:00 Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00
Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu. 28. júlí 2013 20:00
Bynes tapar glórunni á Twitter Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri. 30. maí 2013 07:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið