Baunar á eina félagið sem ekki leyfir konunum að spila á aðalleikvanginum Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 15:30 Real Madrid og Breiðablik mættust á Alfredo Di Stefano vellinum í Madrid í haust, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem Real vann öruggan 5-0 sigur. Getty/Denis Doyle Bandaríska knattspyrnukonan Ella Masar furðar sig á því að spænska stórveldið Real Madrid skuli ekki veita kvennaliði sínu tækifæri til að spila á Santiago Bernabéu eins og karlaliðið gerir, nú þegar ærið tilefni virðist til þess. Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira