Fær 1,3 milljónir í bætur vegna uppsagnar eftir tilkynningu um óléttu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 10:43 Konan hafði verið við vinnu í einn dag og tvo klukkutíma þegar henni var sagt upp. Myndin er ótengd fréttinni. Vísir/Vilhelm Leikskóla í Reykjavík hefur verið gert að greiða leikskólakennara, sem var rekinn átján dögum eftir að hann hóf störf á skólanum, tæpar 1,3 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar. Málið má rekja aftur til septembermánaðar 2019 þegar leikskólakennarinn var ráðinn sem deildarstjóri á leikskólann. Samkomulag um ráðningu náðist 16. september og var fyrirhugaður fyrsti starfsdagur 1. nóvember sama ár. Leikskólakennarinn á barn, sem var þá tíu mánaða, sem hafði fengið pláss á öðrum leikskóla sem rekinn var af þeim sama og sá leikskóli sem hún var ráðin á. Daginn eftir að hafa farið með barn sitt í aðlögun á leikskólann, 28. október, mætti konan til fundar hjá leikskólastjóra skólans sem barnið fór í aðlögun á og aðstoðarleikskólastjóra þess skóla sem hún var ráðin á. Þar kvartaði hún yfir aðbúnaði á leikskóla barnsins og sagðist ekki ætla að koma aftur með barn sitt þangað. Sagt upp eftir einn dag í vinnu Hún mætti svo til starfa föstudaginn 1. nóvember 2019 þar sme hún var kynnt öðru starfsfólki áður en hún fór aftur heim. Dagana 4. til 6. nóvember var hún frá vinnu vegna veikinda. 7. nóvember skrifaði hún undir ótímabundinn ráðningarsamning. Eftir að undir samninginn var skrifað tilkynnti konan aðstoðarleikskólastjóranum að hún væri barnshafandi og þá komin tíu vikur á leið. Konan var aftur frá vinnu dagana 8. til 15. nóvember. Þegar hún mætti svo til vinnu mánudaginn 18. nóvember var hún kölluð inn á fund þar sem henni var sagt upp störfum og henni afhent uppsagnarbréf. Í uppsagnarbréfinu kom fram að henni væri sagt upp störfum á reynslutíma með eins mánaða fyrirvara, miðað við mánaðamót. Ekki var óskað eftir því að hún starfaði á uppsagnartímanum. Ástæður sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru þær að konan hafi verið mikið fjarverandi vegna veikinda og skortur hafi verið á trausti. Ástæða þess ekki aðeins ítrekuð forföll heldur einnig það að konan hafi ekki greint frá því að hún væri barnshafandi áður en hún undirritaði ráðningarsamninginn. Lög um fæðingarorlof vegi þyngra en dómar Hæstarétts um uppsagnir á reynslutíma Konan leitaði til Kennarasambands Íslands sem fyrir hennar hönd hafði samband við Samtök atvinnulífsins, sem leikskólinn hafði leitað til. SA sendi fyrir hönd leikskólans ítarlegri stuðning fyrir uppsögn leikskólakennarans. Þar kom fram að uppsögnin hafi átt sér stað á reynslutíma, hún hafi virst áhugalaus, óörugg og ítrekað tilkynnt fjarvistir á þeim stutta tíma sem hún hafði verið við störf. Þá hafi konan sjálf nefnt það á fundi 18. nóvember að hún væri óviss með framhaldið og íhugaði að segja upp. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lög um fæðingar- og foreldrarorlof, þar sem á er kveðið að ekki sé heimilt að segja upp starfsmanni vegna fyrirhugaðra barneigna, trompi dóma Hæstarétts þess efnis að á reynslutíma þurfi ekki að rökstyðja uppsögn. Þá kemur fram í niðurstöðu dómsins að rökstuðningur leikskólans um að leikskólakennarinn hafi verið óöruggur frá fyrstu stundu, mikið hafi vantað upp á traust milli aðila og að konan hafi verið áhugalaus og ítrekað fjarverandi standist ekki. Þá hafi komið fram í skýrslutöku fyrir dómi að stjórnendur leikskólans hafi ltið svo á að ákvörðun konunnar um að þiggja ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt hafi falið í sér vantraust á starfsemi leikskólanna. Engar gildar ástæður fyrir uppsögninni „Athugasemdir stefnanda sem foreldris 10 mánaða gamals barns við aðbúnað á öðrum leikskóla, sem stefndi rekur, eru ekki gildar ástæður fyrir uppsögn. Þegar ákvörðun var tekin um að segja stefnanda upp störfum hafði hún einungis verið við vinnu í einn dag og tvær klukkustundir, “ segir í dómnum. „Ekki er við því að búast að starfsmaður ávinni sér sérstakt traust á svo skömmum tíma og þessi takmarkaði tími gaf ekki tilefni til að draga afgerandi ályktanir um áhuga stefnanda á starfinu og getu til að sinna því. Þó veikindi í upphafi starfssambands séu vissulega óheppileg, þá er óumdeilt að stefnandi var fjarverandi vegna veikinda á þessum tíma og því um lögmæt forföll að ræða.“ Þá segir að leikskólinn hafi ekki sýnt fram á að hann hafi haft gildar ástæður til uppsagnarinnar, sem teljist því ólögmæt og skaðabótaskyld. Dómsmál Leikskólar Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Málið má rekja aftur til septembermánaðar 2019 þegar leikskólakennarinn var ráðinn sem deildarstjóri á leikskólann. Samkomulag um ráðningu náðist 16. september og var fyrirhugaður fyrsti starfsdagur 1. nóvember sama ár. Leikskólakennarinn á barn, sem var þá tíu mánaða, sem hafði fengið pláss á öðrum leikskóla sem rekinn var af þeim sama og sá leikskóli sem hún var ráðin á. Daginn eftir að hafa farið með barn sitt í aðlögun á leikskólann, 28. október, mætti konan til fundar hjá leikskólastjóra skólans sem barnið fór í aðlögun á og aðstoðarleikskólastjóra þess skóla sem hún var ráðin á. Þar kvartaði hún yfir aðbúnaði á leikskóla barnsins og sagðist ekki ætla að koma aftur með barn sitt þangað. Sagt upp eftir einn dag í vinnu Hún mætti svo til starfa föstudaginn 1. nóvember 2019 þar sme hún var kynnt öðru starfsfólki áður en hún fór aftur heim. Dagana 4. til 6. nóvember var hún frá vinnu vegna veikinda. 7. nóvember skrifaði hún undir ótímabundinn ráðningarsamning. Eftir að undir samninginn var skrifað tilkynnti konan aðstoðarleikskólastjóranum að hún væri barnshafandi og þá komin tíu vikur á leið. Konan var aftur frá vinnu dagana 8. til 15. nóvember. Þegar hún mætti svo til vinnu mánudaginn 18. nóvember var hún kölluð inn á fund þar sem henni var sagt upp störfum og henni afhent uppsagnarbréf. Í uppsagnarbréfinu kom fram að henni væri sagt upp störfum á reynslutíma með eins mánaða fyrirvara, miðað við mánaðamót. Ekki var óskað eftir því að hún starfaði á uppsagnartímanum. Ástæður sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru þær að konan hafi verið mikið fjarverandi vegna veikinda og skortur hafi verið á trausti. Ástæða þess ekki aðeins ítrekuð forföll heldur einnig það að konan hafi ekki greint frá því að hún væri barnshafandi áður en hún undirritaði ráðningarsamninginn. Lög um fæðingarorlof vegi þyngra en dómar Hæstarétts um uppsagnir á reynslutíma Konan leitaði til Kennarasambands Íslands sem fyrir hennar hönd hafði samband við Samtök atvinnulífsins, sem leikskólinn hafði leitað til. SA sendi fyrir hönd leikskólans ítarlegri stuðning fyrir uppsögn leikskólakennarans. Þar kom fram að uppsögnin hafi átt sér stað á reynslutíma, hún hafi virst áhugalaus, óörugg og ítrekað tilkynnt fjarvistir á þeim stutta tíma sem hún hafði verið við störf. Þá hafi konan sjálf nefnt það á fundi 18. nóvember að hún væri óviss með framhaldið og íhugaði að segja upp. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lög um fæðingar- og foreldrarorlof, þar sem á er kveðið að ekki sé heimilt að segja upp starfsmanni vegna fyrirhugaðra barneigna, trompi dóma Hæstarétts þess efnis að á reynslutíma þurfi ekki að rökstyðja uppsögn. Þá kemur fram í niðurstöðu dómsins að rökstuðningur leikskólans um að leikskólakennarinn hafi verið óöruggur frá fyrstu stundu, mikið hafi vantað upp á traust milli aðila og að konan hafi verið áhugalaus og ítrekað fjarverandi standist ekki. Þá hafi komið fram í skýrslutöku fyrir dómi að stjórnendur leikskólans hafi ltið svo á að ákvörðun konunnar um að þiggja ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt hafi falið í sér vantraust á starfsemi leikskólanna. Engar gildar ástæður fyrir uppsögninni „Athugasemdir stefnanda sem foreldris 10 mánaða gamals barns við aðbúnað á öðrum leikskóla, sem stefndi rekur, eru ekki gildar ástæður fyrir uppsögn. Þegar ákvörðun var tekin um að segja stefnanda upp störfum hafði hún einungis verið við vinnu í einn dag og tvær klukkustundir, “ segir í dómnum. „Ekki er við því að búast að starfsmaður ávinni sér sérstakt traust á svo skömmum tíma og þessi takmarkaði tími gaf ekki tilefni til að draga afgerandi ályktanir um áhuga stefnanda á starfinu og getu til að sinna því. Þó veikindi í upphafi starfssambands séu vissulega óheppileg, þá er óumdeilt að stefnandi var fjarverandi vegna veikinda á þessum tíma og því um lögmæt forföll að ræða.“ Þá segir að leikskólinn hafi ekki sýnt fram á að hann hafi haft gildar ástæður til uppsagnarinnar, sem teljist því ólögmæt og skaðabótaskyld.
Dómsmál Leikskólar Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira